Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 126
126
HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN?
Námsgagnastofnunar (www.nams.is) þar sem þau áttu að setja heilann, hjartað, lungun,
magann, þarmana og ristilinn og lifur og nýru á réttan stað í líkamanum (Gunnhildur
Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir, 2001b). Mynd 8 sýnir breytingarnar sem
urðu á teikningum barnanna fyrir og eftir umfjöllun og kennslu um líffærin.
Mynd 8 – Niðurstöður um þekkingu barna á líffærum, fyrir og eftir umfjöllun og kennslu
um líffærin, samkvæmt kvarða höfundar, byggðum á Reiss og Tunnicliffe (1999a).
Munur á frammistöðu barnanna er 1,50. Samkvæmt pöruðu t-prófi er hann marktæk-
ur, t=4,9, df=17, p<0,001. Eins og mynd 8 sýnir færðust sex börn ekki upp um þrep á
kvarðanum eftir kennsluna en tvö þessara barna eru á þrepi 5, tvö á þrepi 6 og tvö á
þrepi 7 á báðum teikningum (fyrir og eftir kennslu). Það gefur til kynna að þessi sex
börn höfðu þó nokkra þekkingu áður en kennsla hófst og virtust samkvæmt teikning-
unum ekki bæta við þekkingu sína. Hins vegar færðust tólf börn upp um þrep, þar af
færðust sex þeirra upp um þrjú þrep eins og sést á myndinni.
Mynd 9 – Tvö dæmi um teikningar af líffærunum fyrir og eftir kennslu.
Barn 16: fyrir – þrep 5 eftir – þrep 6 Barn 19: fyrir – þrep 7 eftir – þrep 7
Fyrir Eftir
Barn nr.
8
7
6
5
4
3
2
1
0
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20