Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 130
130
HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN?
ÞRÍR HÓPAR NEMENDA OG MISMUNANDI
RANNSÓKNARAÐFERÐIR
Þegar teikningar barnanna í hópunum þremur (eftir virkni nemenda, þ.e. þátttöku í
umræðum í kennslustundum) eru skoðaðar kemur í ljós að samkvæmt þeim er lítill
sem enginn munur á hópi 3, hæglátu börnunum, og börnunum í hópi 2, nokkuð virku.
Hæglátu börnin virðast hins vegar bæta þekkingu sína verulega á meðan börnin í
hópi 1, virku börnin, bæta ekki eins miklu við sig, sjá myndir 14, 15 og 16.
Mynd 14 – Myndin sýnir niðurstöður teikninga barnanna í hópunum þremur fyrir
og eftir kennslu um beinin (sjö þrepa kvarðinn).
Hæglát börn Nokkuð virk börn Mjög virk börn
Eitt barn í hægláta hópnum er útlent og talaði í upphafi mjög takmarkaða íslensku og
tók aldrei þátt í umræðum, þ.e. það tjáði sig aldrei munnlega um hugmyndir sínar
fyrir framan hina nemendurna. Þetta barn (barn 9) færðist upp um tvö þrep á beina-
kvarðanum (mynd 14) og einnig upp um tvö þrep á líffæra-kvarðanum (mynd 15).
Annað barn (barn 10) færðist af þrepi 2 á þrep 6 á beina-kvarðanum og af þrepi 5 á þrep
7 á líffæra-kvarðanum. Í viðtalinu tjáði barnið sig lítið og virtist hvorki þekkja né geta
staðsett líffærin.
Tvö önnur hæglát börn (börn 14 og 16) færðust af þrepi 2 á þrep 5 á beina-kvarð-
anum (mynd 14) og annað þeirra (barn 14) fór af þrepi 3 á þrep 6 á líffæra-kvarðanum
(mynd 15). Svipað er að segja um hin börnin í þessum hópi; öll færðust þau upp um
eitt til fjögur þrep á beina-kvarðanum og upp um eitt til þrjú á líffæra-kvarðanum.
Hins vegar tjáðu öll þessi börn sig mjög lítið í viðtalinu í lokin og sýndu þar ekki sömu
þekkingu og teikningar þeirra sýndu. Teikningar hæglátu barnanna af beinum og líf-
færum fyrir og eftir kennslu benda hins vegar til þess að umræðurnar og kennslan
sem fram fór hafi aukið þekkingu þeirra. Samkvæmt þeim hefur nám átt sér stað hjá
þessum börnum þó að þau hafi ekki tekið þátt í umræðum eða tjáð sig munnlega, sem
bendir til að þau hafi verið virk á annan hátt.
Barn nr.
Fyrir Eftir
7
6
5
4
3
2
1
0
9 10 11 12 14 16 20
Barn nr.
Fyrir Eftir
7
6
5
4
3
2
1
0
6 7 8 13 18 19
Barn nr.
Fyrir Eftir
7
6
5
4
3
2
1
0
1 5 15 17