Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 147
147
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
3. rammi. Dæmi um greiningu setninga eftir tegundum
Sbj: … // Eftir tónleikana var talað við okkur vinkonurnar [AÐ]
Sbj: og okkur sagt [AÐ]
Sbj: að peningum [: peningar] <sem komu inn í kaffisölunni> hefðu horfið
[AU:Fallsetn]
Sbj: <sem komu inn í kaffisölunni> [AU:Tilv]
Sbj: þaðan sem konan hafði látið þá [AU:Tilv]
Sbj: Við vorum spurðar [AÐ]
Sbj: hvort við hefðum séð einhvern á flækingi [AU:Fallsetn]
Sbj: á meðan tónleikarnir stóðu yfir [AU:Atv]
Sbj: því kirkjan var læst [AU:Atv]
Sbj: og enginn átti að hafa komist inn [AÐ]
Sbj: Við sögðum auðvitað [AÐ]
Sbj: eins og satt var [AU:Atv]
Sbj: að við hefðum setið og hlustað á tónleikana [AU:Fallsetn]
Sbj: en komið nokkrum mínútum fyrir lok þeirra [AÐ] til að afhenda blóm í
lokin [Nafnháttars]
Sbj: og ekki orðið neins var [: varar] [AÐ] …
Textagreiningarforritum CLAN (Computerized Language Analysis, MacWhinney,
2000) var beitt til ýmiss konar úrvinnslu á kóðuðu textunum. Athugað var m.a. hvar
og hversu oft kóðuð atriði koma fyrir í hvorri textategund fyrir sig og hvort á því
verður breyting með aldri.
Textarnir eru mislangir. Til þess að fá samanburðarhæfar tölur um tegundir setn-
inga úr mislöngum textum var þess vegna reiknað út hlutfall hverrar setningarteg-
undar af heildarfjölda setninga í hverjum texta og samanburðarútreikningar byggðir
á því. Tíu aukasetningar í texta sem er 50 setningar að lengd eru þannig 20% af heild-
arfjölda setninga, en jafnmargar aukasetningar í 100 setninga texta eru 10%.
Hefðbundnum tölfræðiaðferðum var beitt til að bera saman meðaltöl og kanna
hvort munur á þeim væri marktækur. Til að kanna mun á milli aldurshópanna fjög-
urra var dreifigreiningu (anova) fylgt eftir með post hoc prófum. Marktækniviðmið-
anir í öllum tölfræðiprófum voru 0,01 og 0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður studdu flestar tilgáturnar sem kynntar voru hér að framan. Kerfisbund-
inn munur var á textategundunum tveimur, bæði hvað varðar lengd textanna og hlut-
fall aukasetninga. Marktækur munur reyndist líka á öllum mælingum eftir ALDRI og á
lengd texta eftir KYNI.
Hér á eftir verða fyrst raktar niðurstöður dreifigreininga (anova) um áhrif frum-
breytnanna ALDUR, KYN og TEXTATEGUND á fylgibreyturnar LENGD TEXTA, LENGD SETNINGA,
hlutfall AUKASETNINGA af heildarfjölda setninga og hlutfall undirflokkanna FALLSETNING-
AR, TILVÍSUNARSETNINGAR og ATVIKSSETNINGAR. Í kaflalok verða niðurstöður dregnar saman
í svörum við rannsóknarspurningunum.