Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 148
148
ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA
Lengd textanna
Á mynd 1 getur að líta meðallengd frásagna og álitsgerða í aldursflokkunum fjórum.
Dreifigreining staðfesti marktæk áhrif ALDURS, KYNS og TEXTATEGUNDAR á lengd textanna
í setningum talið.
Mynd 1 – Meðallengd texta (í setningum talið) eftir aldri og textategund.
Eins og áður sagði lengdust textarnir marktækt með ALDRI þátttakenda (F(3,
303)=129,700, p<0,01). Á mynd 1 blasir við að bæði fullorðnir og 11 ára börnin skera
sig mjög skýrt úr; fullorðnir með 90 setningar að meðaltali, en 11 ára börnin með 13,5
setningar. Post hoc próf staðfestu að textar þeirra síðarnefndu eru styttri og textar full-
orðnu þátttakendanna mun lengri en allra annarra. Hins vegar reyndist ekki mark-
tækur munur á textalengd 14 ára unglinga (M=31,7 setningar) og 17 ára (M=30,9 setn-
ingar). Textar kvenkyns þátttakenda (M=47,05 setningar) voru marktækt lengri en
karlkyns (M=35,74; F=(1,303)=21,587; p<0,01), óháð öðrum breytum (sjá Mynd 2).
Mynd 2 – Meðallengd texta (í setningum talið) eftir kyni og aldri.
Fj
ö
ld
i s
et
n
in
g
a
120
110
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn
120
110
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
konur/stúlkur
karlar/piltar