Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 149
149
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
Lengd textanna var sömuleiðis misjöfn eftir TEXTATEGUND; frásagnir (M=48,18) mark-
tækt lengri en álitsgerðir (M=35,01; F(1,303)=21,597, p<0,01).
Marktæk samvirkni var á milli ALDURS og TEXTATEGUNDAR (F(3,303)=4,954, p<0,01) sem
má rekja til þess að lítill munur er á lengd álitsgerða (M=12,75 setningar) og frásagna
(M=14,2 setningar) í yngsta hópnum (sjá mynd 1) en hann eykst mjög með ALDRI, enda
lengjast frásagnirnar enn meira en álitsgerðirnar með ALDRI (Meðallengd álitsgerða
fullorðinna var 74,1 setning, en frásagna þeirra 106,7 setningar).
Lengd setninga
Meðallengd setninga í TEXTATEGUNDUNUM tveimur eftir ALDRI kemur fram á mynd 3.
Mynd 3 – Meðallengd setninga í orðum talið eftir aldri og textategund.
Meðalfjöldi orða í hverri setningu jókst marktækt með ALDRI F(3, 151)=5,134, p<0,01)
óháð textategund. Post hoc próf sýndu marktækan mun á meðalfjölda orða í setning-
um hjá fullorðnum annars vegar og tveimur yngstu hópunum hins vegar. Ekki var
marktækur munur á lengd setninga í frásögnum og álitsgerðum.
Setningargerðir
Dreifigreining leiddi í ljós marktækan mun á hlutfallslegri notkun aðal- og aukasetn-
inga í textategundunum tveimur og hlutfall aukasetninga jókst einnig með ALDRI (sjá
mynd 4). Kynjamunur var hins vegar ekki marktækur.
6,4
6,2
6,0
5,8
5,6
5,4
5,2
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn