Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 152
152
ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA
Samantekt á niðurstöðum: Svör við þremur rannsóknarspurningum
1. Er munur á textategundunum tveimur, frásögnum og álitsgerðum? Svarið er ótví-
rætt já. Í samræmi við tilgátur reyndust álitsgerðir marktækt styttri en frásagnir,
óháð aldri, og hvort sem talið var í setningum eða orðum. Álitsgerðir einkenndust
jafnframt af hærra hlutfalli aukasetninga en frásagnir, og allir kóðaðir undirflokkar
aukasetninga (tilvísunar-, fall- og atvikssetningar) voru meira notaðir í álitsgerðum
en frásögnum. Lengd setninga var hins vegar svipuð í báðum textategundum.
2. Koma fram vísbendingar um framfarir og þróun í málnotkun við textagerð eftir
11 ára aldur? Svarið er ótvírætt já. Aldur hafði skýr og tölfræðilega marktæk áhrif á
flestar mælingarnar sem greiningin náði til að þessu sinni.
Báðar textategundir lengdust með aldri höfunda − frásagnir enn meira en álitsgerðir
– og notkun aukasetninga jókst einnig með aldri, einkum tilvísunar- og fallsetninga.
Munurinn á milli aldurshópa var hins vegar mjög mismikill. Þvert á væntingar var lítill
sem enginn munur á 14 ára nemendum í áttunda bekk grunnskóla og 17 ára mennt-
skælingum. Yngsti hópurinn (11 ára) skar sig hins vegar skýrt og marktækt frá þeim
sem eldri voru og fullorðnu þátttakendurnir enn meira frá unglingunum.
Yngsti hópurinn gerði þá þegar skýran greinarmun á frásögnum og álitsgerðum,
m.a. beittu þau aukasetningum meira í álitsgerðum en frásögnum eins og aðrir ald-
urshópar. Textar yngstu barnanna eru hins vegar afar stuttir – að meðaltali 12,5 setn-
ingar – og munur á lengd frásagna og álitsgerða er minnstur í þessum aldursflokki.
Þau nota einnig aukasetningar (þ.á.m. tilvísunarsetningar og fallsetningar) marktækt
minna en allir eldri hóparnir.
Enginn munur var á 14 ára unglingum og 17 ára menntskælingum hvað varðar
lengd texta, lengd setninga, hlutfall aukasetninga, tilvísunar- og fallsetninga eða neina
aðra mælingu sem hér hefur verið fjallað um. Unglingahóparnir tveir skera sig hins
vegar í hvívetna marktækt frá 11 ára börnunum annars vegar og fullorðnu þátttak-
endunum hins vegar.
Eins og fram hefur komið skáru fullorðnu þátttakendurnir sig langmest úr heild-
inni í flestum mælingum. Þeir sömdu margfalt lengri texta en börn og unglingar (með-
allengd 90 setningar í samanburði við 12,5 setningar í yngsta hópnum) og þeir notuðu
aukasetningar líka marktækt meira en aðrir aldurshópar. Munur á lengd frásagna og
álitsgerða (M=74,1 setningar) var einnig langmestur hjá fullorðnu þátttakendunum,
sem sömdu gríðarlangar frásagnir (M=106,7).
3. Er kynjamunur á þeim breytum sem hér voru rannsakaðar? Já, á sumum þeirra,
en ekki öllum. Stúlkurnar og konurnar í úrtakinu sömdu lengri texta en karlkyns
þátttakendur í öllum aldursflokkum og báðum textategundum. Hins vegar höfðu
textarnir sömu málfarsleg einkenni hjá báðum kynjum svo langt sem greiningin
náði að þessu sinni, t.d. var hvorki marktækur munur á lengd setninga né á hlut-
falli aukasetninga af heildarfjölda setninga hjá kynjunum tveimur.