Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 152

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 152
152 ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA Samantekt á niðurstöðum: Svör við þremur rannsóknarspurningum 1. Er munur á textategundunum tveimur, frásögnum og álitsgerðum? Svarið er ótví- rætt já. Í samræmi við tilgátur reyndust álitsgerðir marktækt styttri en frásagnir, óháð aldri, og hvort sem talið var í setningum eða orðum. Álitsgerðir einkenndust jafnframt af hærra hlutfalli aukasetninga en frásagnir, og allir kóðaðir undirflokkar aukasetninga (tilvísunar-, fall- og atvikssetningar) voru meira notaðir í álitsgerðum en frásögnum. Lengd setninga var hins vegar svipuð í báðum textategundum. 2. Koma fram vísbendingar um framfarir og þróun í málnotkun við textagerð eftir 11 ára aldur? Svarið er ótvírætt já. Aldur hafði skýr og tölfræðilega marktæk áhrif á flestar mælingarnar sem greiningin náði til að þessu sinni. Báðar textategundir lengdust með aldri höfunda − frásagnir enn meira en álitsgerðir – og notkun aukasetninga jókst einnig með aldri, einkum tilvísunar- og fallsetninga. Munurinn á milli aldurshópa var hins vegar mjög mismikill. Þvert á væntingar var lítill sem enginn munur á 14 ára nemendum í áttunda bekk grunnskóla og 17 ára mennt- skælingum. Yngsti hópurinn (11 ára) skar sig hins vegar skýrt og marktækt frá þeim sem eldri voru og fullorðnu þátttakendurnir enn meira frá unglingunum. Yngsti hópurinn gerði þá þegar skýran greinarmun á frásögnum og álitsgerðum, m.a. beittu þau aukasetningum meira í álitsgerðum en frásögnum eins og aðrir ald- urshópar. Textar yngstu barnanna eru hins vegar afar stuttir – að meðaltali 12,5 setn- ingar – og munur á lengd frásagna og álitsgerða er minnstur í þessum aldursflokki. Þau nota einnig aukasetningar (þ.á.m. tilvísunarsetningar og fallsetningar) marktækt minna en allir eldri hóparnir. Enginn munur var á 14 ára unglingum og 17 ára menntskælingum hvað varðar lengd texta, lengd setninga, hlutfall aukasetninga, tilvísunar- og fallsetninga eða neina aðra mælingu sem hér hefur verið fjallað um. Unglingahóparnir tveir skera sig hins vegar í hvívetna marktækt frá 11 ára börnunum annars vegar og fullorðnu þátttak- endunum hins vegar. Eins og fram hefur komið skáru fullorðnu þátttakendurnir sig langmest úr heild- inni í flestum mælingum. Þeir sömdu margfalt lengri texta en börn og unglingar (með- allengd 90 setningar í samanburði við 12,5 setningar í yngsta hópnum) og þeir notuðu aukasetningar líka marktækt meira en aðrir aldurshópar. Munur á lengd frásagna og álitsgerða (M=74,1 setningar) var einnig langmestur hjá fullorðnu þátttakendunum, sem sömdu gríðarlangar frásagnir (M=106,7). 3. Er kynjamunur á þeim breytum sem hér voru rannsakaðar? Já, á sumum þeirra, en ekki öllum. Stúlkurnar og konurnar í úrtakinu sömdu lengri texta en karlkyns þátttakendur í öllum aldursflokkum og báðum textategundum. Hins vegar höfðu textarnir sömu málfarsleg einkenni hjá báðum kynjum svo langt sem greiningin náði að þessu sinni, t.d. var hvorki marktækur munur á lengd setninga né á hlut- falli aukasetninga af heildarfjölda setninga hjá kynjunum tveimur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.