Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 169
169
HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL
RANNSÓKN Á STÖÐU OG REYNSLU ERLENDRA NEMENDA
VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Rannsóknin sem hér er greint frá var gerð fyrri hluta árs 2006. Meginmarkmið rann-
sóknarinnar voru að:
• Kortleggja hóp nemenda af erlendum uppruna við KHÍ, þjóðerni þeirra og móð-
urmál.
• Kanna stöðu og reynslu nemenda af erlendum uppruna af námi, þjónustu og
veru í KHÍ.
• Kanna nýtingu mannauðs í nemendahópnum í KHÍ, t.d. tækifæri nemenda til að
nýta færni í öðrum tungumálum en íslensku, fyrri reynslu og menntun, svo og
hindranir í námi vegna ónógrar íslenskukunnáttu.
• Huga að því hvernig æskilegt er að nám við KHÍ þróist vegna sífellt fjölbreyttari
nemendahóps.
• Stuðla að opinni umræðu um stöðu nemenda af erlendum uppruna í háskólum
á Íslandi og þróun háskólastigsins í ljósi aukins menningarlegs fjölbreytileika.
Jarðvegur rannsóknarinnar
Vert er að geta þess úr hvaða jarðvegi í Kennaraháskóla Íslands rannsóknin sprettur.
Undanfarin ár hefur verið unnið að nýju heildarskipulagi náms við KHÍ sem tók að
fullu gildi haustið 2007. Í þróun hins nýja skipulags er m.a. að finna áherslu á sveigj-
anleika, manngildishugsjón og virðingu fyrir fjölbreytileika. Í desember 2004 var ný
jafnréttisáætlun KHÍ samþykkt af háskólaráði eftir tveggja ára undirbúning starfshóps
um jafnréttismál (Kennaraháskóli Íslands, 2004a). Jafnréttisstefna KHÍ er unnin í anda
mannréttindahugsjóna og hugtakið jafnrétti er skilgreint á breiðum grundvelli. Stefn-
an nær til jafnréttis einstaklinga og jafngildis óháð kyni, uppruna, móðurmáli, trúar-
brögðum, fötlun, kynhneigð og aldri. Ætla má að jafnréttisáætlunin muni hafa áhrif
á þróun náms við KHÍ er fram líða stundir. Fyrsta jafnréttisnefnd KHÍ var skipuð í
nóvember 2005 (Kennaraháskóli Íslands, 2007b). Að auki hafa í KHÍ verið mótuð drög
að stefnu um málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku í KHÍ (Kennarahá-
skóli Íslands, 2004b), en árið 2005 voru samþykkt í deildarráði grunndeildar svokölluð
sérákvæði um námsmat fyrir stúdenta með annað móðurmál en íslensku (Kennarahá-
skóli Íslands, 2005a). Eins og að framan greinir hefur nemendum af öðrum uppruna en
íslenskum og með önnur móðurmál en íslensku fjölgað í KHÍ undanfarin ár. Jafnrétt-
isstefnan og samsetning nemendahópsins hefur vakið upp spurningar um það hvort
menntun við KHÍ þurfi í framtíðinni að miðast við fjölbreyttari nemendahóp en áður
og e.t.v. að mótast af alþjóðlegri sýn en verið hefur (Hanna Ragnarsdóttir, 2005).
Rannsóknaraðferð og rannsóknarsnið
Rannsóknin er eigindleg viðtalarannsókn. Margir telja eigindlegar rannsóknir henta
vel þegar fjalla á um sjónarhorn einstaklinga í jaðarhópum samfélaga, ekki síst vegna
lýðræðislegra áherslna aðferðanna (Bogdan og Biklen, 2003; Denzin og Lincoln, 2005).