Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 173
173
HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL
á hentugleikum einstakra nemenda, t.d. sæki þeir saman í hóp sem þekkjast fyrir og
sem búa nálægt hver öðrum. Nemendur taka það einnig fram að slíkt sé e.t.v. eðlilegt,
en komi í veg fyrir að nemendur nái að kynnast öðrum samnemendum og ólíkum
sjónarhornum á námið.
Að vera metinn að verðleikum og treyst
Margir þátttakendanna tala um að þegar þeir loks komist í hópa sé framlag þeirra
hvorki metið né virt og sé jafnvel ekki haft með í verkefnum við lokaskil. Asísk kona
nefnir í þessu samhengi: „It is too insulting, to not be able to help in the groupwork. It
is too insulting to be alone always.“/„Það er niðurlægjandi að geta ekki hjálpað í hóp-
astarfinu. Það er niðurlægjandi að vera alltaf ein.“ Evrópsk kona segir: „Það er eins og
ég sé vitlaus. Eins og mér sé ekki treyst fyrir hlutum, t.d. í verkefnum, og ekki hlustað
á mig.“ Asísk kona segir um þetta: „Everything I have done does not come up in the
final thesis.“/„Allt sem ég hef gert kemur ekki fram í lokaútgáfu verkefnisins.“
Hins vegar nefna þátttakendur góða reynslu af vettvangsnámi og sérstaklega nefna
nemendur leikskólabrautar hversu vel sé tekið á móti þeim á vettvangi, í leikskól-
unum. Nemendur segjast finna þar hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra sé og hve
mikil þörf sé fyrir starfskrafta þeirra. Þeir segjast m.a. skynja þörfina fyrir kennara
með ólík móðurmál í leikskólunum. Um þetta segir asísk kona: „Í vettvangsnáminu
gat ég nýtt móðurmál mitt. Ég sá börnin blómstra þegar ég talaði við þau á mínu
tungumáli.“ Og amerísk kona segir: „Þau (börnin) koma öll til mín þegar þau heyra
mig tala á mínu tungumáli.“
Misrétti – jafnrétti
Þátttakendurnir tala nokkrir um misrétti sem felist í því að þurfa að borga fyrir ýmiss
konar aðstoð, svo sem að láta þýða námsefni úr Norðurlandamálum. Um þetta segir
evrópsk kona: „Þegar verkefnið er mjög fræðilegt fæ ég aðstoð hjá íslenskukennara,
sem ég borga fyrir. Það vekur upp spurningar um hvers vegna heyrnarlausir nem-
endur fá túlkun sem KHÍ borgar, en ég þarf að borga fyrir minn aukakennara.“ Asísk
kona segir: „Ég þurfti að láta þýða tvær norskar greinar á íslensku og það kostaði
mig 25.000. Ég átti ekki von á þessu. Ég vissi að ég þyrfti að kunna íslensku og ensku
í íslenskum háskóla, en ekki þetta.“ Asísk kona segir það hafa komið sér verulega á
óvart að þurfa að kunna þrjú önnur tungumál en ensku og íslensku til að geta lesið
allt námsefnið:
You learn Icelandic to get into the university, but to be obliged to learn three more
languages while there (Norwegian, Swedish, Danish)… it´s out of the question.
/ Maður lærir íslensku til að komast inn í háskólann, en að þurfa að læra þrjú
önnur tungumál að auki á meðan maður er þar (norsku, sænsku, dönsku)... það
er útilokað.