Hugur - 01.06.2011, Page 13
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. II-24
Við erum stödd í flækju veruleikans
Kristian Guttesen ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur
Árið 1997 varð Sigríður Þorgeirsdóttir fyrsta konan til að gegna starfi háskóla-
kennara í heimspeki við Háskóla Islands. Hún lauk BA-prófi frá Boston-háskóla
árið 1981 og stundaði framhaldsnám við sama skóla og við Freie Universitát í
Berlín, þaðan sem hún lauk meistaraprófi árið 1988. Sigríður lauk doktorsprófi í
heimspeki frá Humboldt-háskólanum í Berlín árið 1993 og kenndi heimspeki við
háskólann í Rostock frá 1993-1996. Hún varð prófessor í heimspeki við Háskóla
Islands árið 2010.1 eftirfarandi spjalli spyr Kristian Guttesen hana m.a. út í rann-
sóknarefni hennar, fyrirmyndir í lífi og starfi og sýn hennar á heimspekina sem
aflvaka í fjölmenningarsamfélaginu í dag og á komandi tímum.
Fyrsti tíminn sem e'g sat hjápér var i trúarheimspeki. Þá sagðirpúfrápví aðpú hafir
byrjað námsferilpinn iguðfræði. Hvernig hafnaðirpú i heimspeki?
Eftir stúdentspróf ætlaði ég að halda til Bandaríkjanna í nám, en fékk ekki náms-
vist fyrr en eftir jól. Því stóð ég frammi fyrir því að þurfa að brúa haustmisserið og
ákvað þá að sækja tíma í guðfræði. Bæði hafði ég áhuga á eilífðarspurningunum
og mér leist heldur ekki nógu vel á heimspekina við Háskóla íslands. Mér virtist
námsbrautin vera full af strákum í „gáfumannaleik“ og ég var búin að fá nóg af
slíku eftir menntaskólaárin. Þar réðu strákarnir vitsmunalegri umræðu sem sner-
ist í grófum dráttum ýmist um marxisma eða hægrimennsku. Ég held að fáar
stelpur hafi fundið sig þar. Eftir menntaskóla var löngun í mér til að læra að verða
vitsmunavera en við skilyrði þar sem ég gæti verið ég sjálf. Þess vegna ákvað ég að
fara út í heim. Ég fór til Bandaríkjanna, til Boston, sem er mikil háskólaborg, og
komst þar í kynni við heimspeki. Þar fékk ég „vírusinn" sem ég hef ekki losnað
við síðan. Á vissan hátt má segja að trúarheimspekilegur áhugi minn hafi síðan
leitt mig inn í Nietzsche-rannsóknir. Hann virtist tala beint til mín með skrifum
sínum um „dauða guðs“, um gott og illt og um andlega og vitsmunalega tilveru.
Það lá því beint við að fara til náms í Þýskalandi þegar leið á námið. Akademískt
umhverfi í Boston hafði engu að síður mikil áhrif á mig. Deildin við Boston-
háskóla var meginlandsheimspekideild þar sem hin krítíska hefð þýskrar heim-