Hugur - 01.06.2011, Page 18
i6 Kristian Guttesen rœðir við Sigriði Þorgeirsdóttur
félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu hefur skrifað um heimspeki sem stofnun.
Það er heimspekinni svo nauðsynlegt að hugleiða sjálfa sig sem stofnun innan vís-
indasamfélagsins, vegna þess að þar fer fram meginhluti þess starfs sem unnið er í
hennar nafni. Þróun vísindasamfélagsins, með öllum sínum stöðlum um gæði og
árangur, setur heimspekiiðkun skilyrði. Heimspekingum, ætli þeir sé að komast
áfram í akademísku samfélagi, er uppálagt að taka þátt í þessum svokallaða vís-
indaiðnaði. A undanförnum tveimur öldum hafa þróast stórkostlegir háskólar á
Vesturlöndum sem hafa getið af sér miklar uppgötvanir sem hafa breytt lífi okkar.
Heimspeltin sjálf hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í þessari þróun, bæði
að vinna að framgangi í nafni skynsemi og að gagnrýna þessa sömu skynsemi
sem hefur verið drifafl vísinda- og rökvæðingar veruleikans með öllum sínum
hliðarverkunum.
Ertu núna að hugsa um frampróunina eins og Georg Henrik von Wright lýsir henni i
bók sinni um framfaragoðsögnina?
Já, en von Wright setur fram þá skoðun að vísindi þurfi að vera það sem hann
kallar „gildisbeind", og þá á hann við að við verðum að gera okkur í senn grein
fyrir hvort tiltekin vísindi eða tækni leggi eitthvað af mörkum til að skapa betra
og réttlátara samfélag eða ekki. Umræða um erfðabreytt matvæli annars vegar
og lífræn matvæli hins vegar eru dæmi um álitamál sem tekist er á um innan
lífsiðfræði með spurninguna um gildi í anda von Wright að leiðarljósi. En svo
við komum aftur að heimspeki sem stofnun, þá er mér hugleikið að rýna í hana
einnig í þessum anda. Hverjir eru ráðnir í stöður í heimspekideildum? Ef einung-
is er tekið mið af þröngt skilgreindum mælikvörðum um vísindalegan framgang
kann að vera að heimspekin þrengist um of. Það kann nefnilega að vera inn-
byggð hlutdrægni í mælikvarða á gæði. Sally Haslanger, heimspekingur við MIT,
kynnti í þekktri grein um hina akademísku stofnun heimspekinnar hvernig hlut-
fa.ll minnihlutahópa og kvenna í heimspekideildum vestanhafs samræmist ekki
hlutfalli birtinga þeirra í hinum svokölluðum viðurkenndum vísindatímaritum.
Það er ekld vegna þess að þessir hópar séu lélegir heimspekingar, skýringin liggur
frekar í því að ákveðin öfl eru ráðandi um hvað er viðurkennt og hverju er haldið
utangarðs. Eg held að þetta sé eitt stærsta vandamál akademískrar heimspeki nú
á dögum; hún hefur alið á einsleitni. Eins og ég sagði áðan felst sérstaða heim-
spekinnar og sóknarfæri í því að greina reynslu og lífheim mannlegrar tilvistar og
það gerir hún með að greina hugtök og gildi um þetta. Við erum ólík og búum
við ólíkar forsendur. Það er haft eftir Richard Rorty í samtali að heimspekideildir
ættu að vera eins og Orkin hans Nóa. Þar ættu að vera fulltrúar ólíkra hópa, og
helst allra hópa. Þ.e. hann lagði áherslu á að margbreytilegar stefnur og straumar
ættu að geta þrifist innan heimspekideilda. Ég held að bestu heimspekldeildir
samtímans séu þess eðlis. Þær eru ijölbreytilegar og opnar fyrir þverfaglegum
tengingum.