Hugur - 01.06.2011, Page 37

Hugur - 01.06.2011, Page 37
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 35-44 Björn Þorsteinsson Náttúran, raunin og veran Af reglum og vélum í ljósi „Hugleiðinga við Öskju“ eftir Pál Skúlason I grein þessari verður tekist á við nokkrar spurningar sem kenna má við verufræði eða frumspeki náttúrunnar. Hvað er náttúran? Og hvað er maðurinn, hver er staða hans í náttúrunni og hvers er hann umkominn andspænis henni? I viðureigninni við þessi snúnu og sígildu viðfangsefni verður leitað fanga hjá hugsuðum á borð við Hegel, Lacan og Slavoj Zizek, en íyrst og fremst verður þó notið fylgilags við einn valinkunnan texta úr íslenskri heimspeldsögu síðustu áratuga - greinina „Hugleiðingar við Öskju“ eftir Pál Skúlason, sem kom fyrst út í greinasafninu I skjóli heimspekinnar (1995) og var síðan gefin út á sérstakri bók tíu árum síð- ar, ríkulega myndskreytt og á fjórum tungumálum - íslensku, ensku, frönsku og þýsku.1 Skoðað verður hvaða verufrœði Páll bregður upp í umræddum texta, og þær hugmyndir sem þannig koma úr kafinu verða raktar í ýmsar áttir, eða jafnvel niður í ómælisdjúpin. * * * I „Hugleiðingum við Oskju“ tekur hugsun Páls Skúlasonar á sig sérlega áleitna mynd. Eins og titillinn ber með sér hefur greinin að geyma tilteknar hugleiðingar sem kviknuðu þegar Páll átti leið um Öskju einhvern tímann snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta var fyrsta reynsla Páls af því náttúrufyrirbæri sem Askja er. Skemmst er frá því að segja að þessi reynsla varð afar djúptæk, og Páll bíður eklú boðanna að draga lesandann með sér á vit þeirra vitsmunalegu ævintýra sem þar um ræðir. Strax í upphafi textans varpar hann fram tveimur spurningum sem hann segir hafa vaknað í huga sínum meðan hann dvaldi í Öskju. Fyrri spurningin er svona: „Hvernig verður heild til og hvers konar heildir eru til?“ Sú síðari hljóðar 1 Páll Skúlason 1995; Páll Skúlason 2005. Vísað verður til greinarinnar með blaðsíðutölum í sviga, og þá til upphaflegrar útgáfu hennar í I skjóli heimspekinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.