Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 54

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 54
52 Eyja Margrét Brynjarsdóttir Náttúra um náttúru Þegar litið er til peninganna liggur svarið nokkuð beint við: Peningar eru í eðli sínu skapaðir af samfélaginu og gildi þeirra er viðhaldið af samfélaginu. Þannig hvílir þetta gildi á mannlegri hegðun og afstöðu og sjálfsagt er að skoða þessa hegðun og afstöðu til að komast að einhverju um það. Með öðrum orðum er þetta gildi sem við viljum geta dregið ályktanir um rígbundið því sem er skoðað emp- írískt í þessu tilfelli. Auðvitað má hugsa sér að einhver kynni að andmæla þessu með því að neita því að gildi peninga sé háð mannlegu samkomulagi og halda því í staðinn fram að tilvist peninga, eða í það minnsta gildi þeirra, sé einhvern veginn sjálfstætt og óháð. Það sýnist mér hins vegar fremur langsótt afstaða og sjálfsagt að gera ráð fyrir að gildi peninga sé haldið uppi af okkur og hugsunum okkar. Með öðrum orðum má segja að svo lengi sem gengið er út frá því að mannleg hegðun og afstaða gegni lykilhlutverki í því að skapa peninga og viðhalda gildi þeirra þá hlýtur að vera sjálfsagt að h'ta til rannsókna á þessum sömu hlutum þegar skoða á gildi peninga og eðli þeirra. Hvað varðar annars stigs eiginleikana, þessa skynrænu, er málið líklega eitthvað flóknara, en kannski ekki svo. Eg nefndi það áðan að þeir væru á einhvern hátt háðir skynjunum okkar eða starfsemi skynfæranna. Það var hins vegar ekki alveg á hreinu með hvaða hætti það samband væri. Það virðist þó vera nánast gefið að þær ályktanir sem við drögum um eðli skynrænna eiginleika séu bundnar af því hvernig skynjunin er í raun og veru. Þannig voru samsemdarkenningunni um eðli lita, þeirri kenningu að litir væru það sama og ljósendurvarp tiltekinnar bylgulengdar, verulegar skorður settar með þeirri uppgötvun að það sem mann- eskjan skynjar sem einn og sama litinn getur verið samsetning af endurvarpi ljóss með hinum ýmsu bylgjulengdum. Það var ekki hægt að halda því fram að litur væri í eðli sínu eitthvað sem væri á skjön við það hvernig manneskjan skynjar liti í rauninni. Rauður litur er, eiginlega samkvæmt skilgreiningu, það sem við almennt skynjum sem rauðan lit og ómögulegt er að gera eðli hans að einhverju sem er óháð þessari skynjun okkar. Stephen Yablo lýsir þessu vel í greininni „Singling out Properties": Munum eftir þversögninni: til að vita hvað hið gula er þarf að vita hvern- ig það lætur gula hluti líta út. En ef hið gula er hlutlægt ættu áhrif þess á mannlega skynjendur ekki að koma því við hvað það er. Hið mótsagn- arkennda svar er að það geti verið fullkomlega hlutlægir eiginleikar sem eru þannig að til að vita hvað þeir eru sé nauðsynlegt að skilja þá á hug- lægan máta. Ég lít svo á að meðal þessara eiginleika megi finna, auk lit- anna, upplifunareiginleika eins og að finna til kláða eða finna til sársauka, skyneiginleika eins og að vera svona í laginu og boðandi eiginleika eins og skynsemi og gæsku.13 Erfiðast er að réttlæta notkun reynslugagna þegar kemur að fyrsta stigs eigin- 13 Yablo 1995: 271.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.