Hugur - 01.06.2011, Page 64

Hugur - 01.06.2011, Page 64
Ó2 Svavar Hrafn Svavarsson frá Kitíon og Kleanþesi sem þriðji leiðtogi stóíska skólans á síðari hluta þriðju aldar f.ICr. Hann er helsti og mesti fulltrúi fyrsta skeiðsins í sögu skólans, sem var einn þrigga höfuðskóla hellenískrar heimspeki, ásamt epikúrisma og akadem- ískri efahyggju. Þekking okkar á skoðunum hans og eldri stóumanna byggist á brotum og umfjöllunum annarra, sem oft kreíjast töluverðrar túlkunar. Krýsippos l<vað hafa ritað meira en 700 bækur. Engin hefur varðveist. Helstu heimildir okk- ar um þessa siðfræði hans eru eftirtalin verk: Um endimörk go'ðs og ills (3.16-76) eftir Cicero, Díogenes Laertíos (7.84-131) og Stobajos (2.57-116). Við eigum meira eftir seinna tíma stóumenn rómverska keisaratímans, svo sem Seneca (kennara og ráðgjafa Neros), lama frelsingjann Epiktetos og keisarann Markús Areh'us. Allir höfðu þessir hugsuðir mikinn áhuga á hagnýtu gildi stóuspekinnar.19 Náttúrulegarfrumhvatir og eignun Stóumenn hefja greinargerðina fyrir siðfræði sinni með vöggurökunum svo- nefndu. Þeir skyggnast í vögguna og vísa til hegðunar hvítvoðunga.20 Frumhvöt þeirra er viðleitni til að komast af, bjargast, lifa áfram. Epikúringar leituðu einnig í vöggur eftir rökum; þeir fundu hins vegar ánægju. Stóumenn studdu þennan (kannski eilítið vafasama) empíríska vitnisburð með markhyggju. Til að tryggja lífið hlýtur náttúran að gæða kornabarnið frumstæðri sjálfsvitund og sjálfselsku, þeirri tilfinningu að barnið tilheyri sjálfu sér. Þessi kennd hvetur barnið til að leita þess sem stuðlar að eigin varðveislu og viðgangi. Það er hér sem stóumenn tefla fram einu mikilvægasta hugtaki siðfræði sinnar: eignun (oÍKeícoaig).21 Náttúran eignar kornabarninu sjálft sig. Það gerir hún reyndar við allt sem lifir. Hér sjáum við saman komnar náttúru heimsins og náttúru mannsins, þar sem hið fyrra er niðurskipaður hluti hins síðara. Stóumenn nota síðan þetta hugtak eignunar til að segja þroskasögu mannsins. Eignun víkkar eftir því sem manneskjan þroskast. Hún þróar með sér hvatir og sífellt fleiri viðfangsefni þessara hvata fara að tilheyra manneskjunni og samræmást náttúru hennar. Á vissu stigi hneigist manneskjan í samræmi við náttúru sína til að leita sannleikans með skilningarvitum sínum. í stuttu máli eignast hún hvaðeina sem samræmist náttúru hennar og gerir henni kleift að blómstra sem manneskja. Náttúran eignar manneskjunni einnig foreldra hennar og smám saman annað fólk. Þannig stígur manneskjan mikilvægt skref frá sjálfhverfu til þess að umfaðma náungann sem hluta þeirrar náttúru sem hún samræmist. Lýsingin á þessu skrefi er mikilvæg fyrir stóíska siðfræði, því henni 19 Síðustu tvo áratugina hefur ritverkum um stóuspeki almennt og stóíska siðfræði sérstaldega fjölgað til muna. Besta heildstæða greinargerðin um siðfræði stóumanna sem ég þekki er Striker i99Óá: 221-80. Ollu aðgengilegri eru Meyer 2008, k. 5, sem og Inwood og Donini 1999: 675-738. Eins og segir í meginmálinu eru heimildir okkur um stóuspeki erfiðar viðureignar. Til eru tvö nýleg rit þar sem safnað hefur verið saman þessum heimildum. Annað ritið er Inwood og Gerson 1997 [1988]. Þar er að finna kaflana eftir Cicero (234-42 að hluta), Díogenes (190-203) og Stobajos (203-32), ásamt öðrum frumtextum. Hitt ritið er Long og Sedley 1987. Þar er heimildum skipað niður eftir viðfangsefni og þær útskýrðar heimspekilega (k. 56-67). Bæði byggja þau mikið á safn- inu Stoicorum Veterum Fragmenta eftir Hans von Arnim (Leibzig: Teubner, 1903-5). 20 Um þennan empírisma fornaldar, sjá Brunschwig 1986:113-44. 21 Margt hefur verið ritað um þetta hugtak; sjá t.d. Striker 1996C og Engberg-Pedersen 1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.