Hugur - 01.06.2011, Side 84

Hugur - 01.06.2011, Side 84
82 Róbert Jack j. skilyrði: Meira virði víðara sjónarhorns. Þegar almenna lýsingin á „ástarstiganum" er skoðuð kemur fram að sá sem hefur sig yfir líkamsstigið og kemst á stig sálna og h'fshátta, metur líkamann minna en sálina og fagra lífshætti (2iob-c). Þá kemur einnig fram að vísindin á þriðja stiginu eru meira virði en það að dást að einum manni (líkama) eða einni iðju (lífshætti) (2iod). Loks kemur vel í ljós að markmið ástarinnar er fegurðin sjálf sem er fjórða stigið (2ioe) en hún er augsýnilega miklu meira virði en allt sem er á hinum stigunum fyrir neðan. Þannig vex mikilvægi hlutanna eftir því sem ofar dregur í „ástarstiganum". Hvað í þessu felst má útskýra þannig að verðmætið aukist þegar ofar dreg- ur vegna útvíkkunar sjónarhornsins bæði innan stiganna og einnig á milli stiga. Breytingin innan stiga er sérstaklega greinileg þegar talað er um líkamann, eins og áður var vikið að. Hér sést hvernig sjónarhornið víkkar frá hinu einstaka til hins almenna. A líkamsstiginu er samt sem áður einungis horft á yfirborð líkama sem er í eðli sínu efnislegt og einfalt. Á næsta stigi sem kennt er við sálir og lífshætti bætist við tilfinning fyrir innra lífi líkamanna sem horft hefur verið á, eins og áður kom fram. Smám saman þroskast þessi skilningur yfir í meðvitund um samhengi þess sem líkamar með sálir framkvæma en þetta samhengi má kalla lífshætti. Yfirborðslegir líkamar og brotakenndar hreyfingar þeirra hafa nú öðlast dýpt. A þriðja stiginu sem kennt er við vísindi er sýnin enn víkkuð út og niðurstaðan birtist í almennum sannindum, reglum og sértækum lögmálum sem gilda um alla líkama, allar sálir og alla lífshætti. Loks sameinast þetta allt í fegurðinni sjálfri sem vissulega virðist vera einhvers konar algleymisástand sem birtir í einu vet- fangi fegurð allra hluta og er því almennast allra stiganna um leið og það birtir einingu alls. 4. skilyrði: I réttri röð. Almenna lýsingin á „ástarstiganum" er full af orðum sem lýsa því að eitthvað sé nauðsynlegt og að eitt taki við af öðru.13 Þannig er talað um að fyrst (7ip(BT0v) verði (5sT) að gera eitthvað ákveðið og næst (£7rsiia) hljóti (ðet) maður að sjá eitt- hvað annað (2ioa-b). Þá hefur ferðin upp stigann endamark sem þarf að nálgast rétt og í réttri röð eins og kemur skýrt í Ijós við lok leiðarinnar: „Maður sem notið hefur leiðsagnar svona langt í ástinni, hefúr séð hið fagra rétt (ópBcöq) og í réttri röð (£<p£Í;fj<;) og hefur þegar tekið stefnuna á endamark (lékoq) ástarinnar, mun skyndilega koma auga á eitthvað sem er í eðli sínu undursamleg fegurð.“ (2ioe)14 Það að fara í gegnum stigin í réttri röð er sem sagt forsenda þess að komast að markmiðinu sem er hið fagra sjálft og það er jafnframt í samræmi við fjórða skil- yrði stigskipts þroskamódels. Þrátt fyrit þetta hefúr verið efast um að hvert stig sé nauðsynlegt fyrir stigið á eftir. Moravcsik segir til að mynda að slík nauðsyn fæli í sér þá fuUyrðingu, sem honum virðist fráleit, að enginn geti kunnað að meta stærðfræðina án þess að hafa 13 Sbr. Blondell 2006:153-154. 14 Þýðingu Eyjólfs er hér lítiUega hnikað til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.