Hugur - 01.06.2011, Page 102
100
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir
okkar á því að vera hluti af umhverfinu ásamt öðrum skapar. Þannig geta feg-
urð og ljótleiki orðið mælikvarðar á gott samfélag; fallegt er það umhverfi sem
skapar möguleika á athöfnum og tengslum sem hafa jákvæð áhrif á líðan okkar
og lífsgæði, ljótt er það umhverfi sem veldur streitu, vanlíðan og skorti á tengsla-
tilfinningu.
Niðurlag
Eins og kom fram í upphafi hefur fegurð verið afar léttvæg fundin í íslenskri
umræðu um nýtingu og vernd náttúrusvæða. Margir muna orð Valgerðar Sverris-
dóttur, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í miðri Kárahnjúkadeilunni: „Ég
sé enga sérstaka náttúrufegurð hér.“ Hið almenna viðhorf til afstæðis fegurðar
kemur skýrt fram í þessum orðum. Fegurð er hér talin huglæg og afstæð, einni
getur þótt eitthvað fallegt en önnur sér hér ekkert sérstakt, og þess vegna er ekki
hægt að mæla og meta þau gildi sem fólk virðist tengja við upplifúnina af nátt-
úrufegurð og taka þau til greina í umhverfismati. Þetta er í hrópandi ósamræmi
við þá staðreynd að náttúrufegurð er eitt mikilvægasta gildi sem almenningur
telur landið búa yfir.22 Þetta kemur m.a. fram í athugasemdum Faghóps I í skýrslu
um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma:
Faghópurinn telur [...] mjög mikilvægt að fá mat á fagurfræðilegu, upp-
lifunar- og tilfinningalegu gildi íslensks landslags. Fáar rannsóknir hafa
verið gerðar á þessu sviði en það er mat okkar að þessi þáttur skipti miklu
máli fyrir almenning, fyrir heimamenn á mögulegum virkjunarsvæðum
og almennt fyrir þá sem láta sig íslenska náttúru varða. Að því má einnig
færa rök að sérstaða íslenskrar náttúru á heimsvísu sé hugsanlega einna
mest í landslagi, sem endurspeglast af sérstæðri jarðfræði og jarðfræði-
legri uppbyggingu landsins.23
Astæða þessarar veiku stöðu fagurfræðilegra gilda er að þau eru talin of huglæg
og afstæð, en þessi skilningur byggir einmitt á þeirri hefðbundnu hugmynd um
fegurð sem hér hefur verið gagnrýnd. Hugmynd okkar um fegurð byggir á því
að fegurð sé reynsla sem á sér stað á milli vitundar og viðfangs, á mörkum þess
huglæga og hlutlæga, og þessi nálgun býður okkur að veita reynslunni athygli til
þess að varpa ljósi á gildi og merkingu landslagsfegurðar. Mat á „fagurfræðilegu,
upplifúnarbundnu og tilfinningalegu gildi íslensks landslags" er ekki hægt að
setja upp í tölfræðilegu línuriti, en það þýðir ekki að ómögulegt sé að taka tillit til
landslagsfegurðar í ákvarðanatöku. Með því að skoða náið raunverulegar fagur-
22 I rannsókn frá 1997 koni fram að Islendingar líta á landslag scm sitt helsta þjóðartákn (Þorvarður
Arnason 2005). Könnun sem gerð var við HÍ fyrir nokkrum árum sýndi að fagurfræðilegt gildi og
eigið gildi voru þau gildi sem fólk taldi skipta mestu máli varðandi náttúruna (Rut Kristinsdóttir
2004). Rannsóknir á viðhorfum ferðamanna sýna einnig að helsta ástæða þess að þeir ferðast um
Island er að njóta útsýnis og náttúrufegurðar (Anna Dóra Sæþórsdóttir 2009).
23 Verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á
vatnsafl og jarðhitasvæði 2011: 73.