Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 128

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 128
I2Ó Ólafur Páll Jónsson Handverksmenn halda ekki eintómum kenningum að lærlingum sínum; þeir láta þá vinna án tafar svo að þeir fái lært að hamra járn með því að hamra járn, að skera út með því að skera út, að mála með því að mála, að stökkva með því að stökkva. Þess vegna ættum við, í skólum, að kenna nemendum að skrifa með því að skrifa, að tala með því að tala, að syngja með því að syngja, að hugsa með því að hugsa o.s.frv., svo að skólarnir geti einfaldlega orðið verkstæði þar sem unnið er af kappi.14 Hér virðist mér Kómeníus hitta naglann rækilega á höfuðið. Við skulum kenna nemendum að hugsa með því að láta þá hugsa og þá verða skólarnir að verkstæði þar sem unnið er af kappi. En hvernig kennum við nemendum að hugsa með því að hugsa? Fyrsta skrefið er það sem ég nefndi í upphafi, nefnilega að gefa nem- endum krefjandi viðfangsefni í skólanum, viðfangsefni sem þeir geta tengst nógu innilega til að þeir eigi einhvern möguleika á að hugsa skýrt og gagnrýnið um þau. I arfleifð kynslóðanna - í vísindunum, listunum og allri menningunni - er urmull af heillandi og krefjandi viðfangsefnum. En hversu stórkostleg sem viðfangsefnin eru, þá eru þau ekki gefin sem viðfangsefni tiltekinna nemenda. Það er ekki nóg að viðfangsefni hafi alla burði til að vekja áhuga nemanda ef raunverulegur áhugi vaknar ekki. Þetta atriði - sem í raun ætti að vera svo augljóst að ekki þurfi að hafa á því orð - þýðir að kennarastarfið getur ekki verið einbert miðlunarstarf þ.e. starf sem er fólgið í því að miðla þekkingu og færni til viðtakenda, heldur verður það að vera uppgötvunarstarf Viðfangsefni námsins, hvort heldur afmörkuð viðfangs- efni tiltekinna fræðigreina eða það sem kalla má almenna þekkingu, geta ekki séð um sig sjálf, ef svo má segja. ICennarinn verður að huga að reynslu nemenda sinna, áhuga þeirra og hæfileikum, til að sjá hvernig viðfangsefni námsins geta orðið að lifandi viðfangsefni nemendanna sjálfra. Og það er ekki nóg að huga að þekkingargrunni nemendanna, heldur verður að hafa tilfinningalíf þeirra með í för. Mary Helen Immordino-Yang og Antonio Damasio leggja einmitt áherslu á þetta í greininni „We feel therefore we learn“ þar sem þau benda á nýlegar niður- stöður í lífeðlisfræði heilans sem renni stoðum undir þá skoðun, sem raunar er ekki ný, að tilfinningalífið skipti höfuðmáli fyrir vitsmunalífið.15 Sú sýn á kennarastarfið, að það sé uppgötvunarstarf ekki síður en miðlunarstarf, var ein af lykilhugmyndum Johns Dewey. Hið sama má vitanlega segja um fleiri frumkvöðla á sviði menntunar, t.d. Maríu Montessori. Mér virðist að í leikskólum sé gjarnan unnið í þessum anda og þess vegna eru leikskólar kannski skýrustu dæmin um vettvang þar sem hugsun er ræktuð. Enda má segja um leikskólana að þeir séu „verkstæði þar sem unnið er af kappi“ eins og Kómeníus orðaði það. Sú hugmynd að kennarastarfið sé uppgötvunarstarf hefur aftur afleiðingar fyrir fagmennsku kennara. Fagmennskan hlýtur vissulega að gera ráð fyrir góðri fag- þekkingu, en hún verður líka að taka alvarlega þá staðreynd, leyfi ég mér að segja, 14 Tilvitnunin er fengin frá Jean Piaget 1993:178. 15 Immordino-Yan og Damasio 2007. Segja má að Aristóteles hafi haldið fram svipaðri skoðun og við upphaf 20. aldar var John Dewey örugglega skeleggasti talsmaður hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.