Hugur - 01.06.2011, Síða 136

Hugur - 01.06.2011, Síða 136
134 Ritdómar valdi mun hafa óafturkræf áhrif á alla íbúa landsins, ekki aðeins núlifandi íbúa, heldur líka alla þá sem munu byggja það um ókomna tíð. Náttúran og auðlindir hennar eru grundvöllur alls mannlegs lífs - allir hagrænir ferlar eiga upp- haf sitt í náttúrunni - og þess vegna á umgengni okkar við náttúruna, samband okkar við hana, stærsta þáttinn í því að móta samfélagið allt. Akvörðun um það hvernig við metum náttúruna og beitum valdi okkar til þess að laga hana að okkar þörfum hefur þannig úrslitaáhrif á það hvernig samfélag við byggjum hér upp til framtíðar. Við höfum raunar nú þegar upplifað það hvernig mat okkar á nátt- úrunni mótar samfélagið því segja má að Kárahnjúkaframkvæmdin hafi átt stóran þátt í því að skapa það bóluhagkerfi sem óx og dafnaði á meðan á framkvæmdum stóð en sprakk svo af krafti stuttu eftir að þeim var lokið. Þau viðhorf sem réðu ferð einkenndust af ofuráherslu á notagildi náttúrunnar, því var jafnvel haldið fram að það væri skylda okkar að nýta auðlind- ir hennar til hins ýtrasta - annað væri fullkomin sóun. Aherslan á efnahagslega hagsmuni - að græða á daginn og grilla á kvöldin - tröllreið íslensku samfélagi sem virtist um tíma hafa gleymt því að til væru önnur gildi og aðrir hagsmunir en þeir sem hafa með peninga að gera. Ef við ætlum að snúa við blaðinu og skapa nýtt Island sem byggir á öðrum gildum en þeim sem leiddu okkur að hruni er nauðsynlegt að byrja á því að endurskoða viðhorf olckar til náttúrunnar og gefa gaum að þeim gildum náttúrunnar sem ekki verða metin til ljár. Nú þegar Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafls- og jarðhitasvæði er loksins tilbúin, er þörfin aldrei meiri fyrir yfir- vegaða umræðu um gildi náttúrunnar, og því ætti Náttúra, vald og verðmati að vera skyldulesning fyrir alla þá sem láta sig framtíð landsins varða. Bókin skiptist í fjóra hluta: „Náttúra", „Vald og verðmæti“, „Lýðræði“ og „Vin- skapur, vatn og mold“. I hverjum hluta tekst Olafur Páll á við nokkrar af þeim grundvallarspurningum sem nauðsynlegt er að svara áður en framtíðarstefna um náttúruvernd eða nýtingu er mótuð. Fyrsti kaflinn hefst á umræðu um Nátt- úruverndaráætlun íslenskra stjórnvalda og þær hugmyndir um friðun sem hafa birst í athöfnum þeirra. Ólafur Páll tekur fyrir þá spurningu sem öll umræða um nátt- úruvernd verður að heijast á, „hvað felst í friðun?“, og setur hana í samhengi við atburði og ákvarðanir í íslensku samfélagi. I þessum fyrsta kafla leggur hann línurnar fyrir framhaldið. Með skrifum sínum tekst honum frábærlega að flétta saman fræði- lega rökræðu, þar sem lögð eru til hugtök og nálganir, og samfélagslega umræðu þar sem leitast er við að varpa ljósi á og svara spurningum sem samfélagið er að kljást við. Þessari samtvinnun nær hann fram með því að beita mismunandi nálgunum í kaflaskrifum sínum - kaflarnir skiptast þannig annars vegar í styttri kafla þar sem viðfangsefnið er afmarkað, „fræðilegir rangalar", eins og Ólafur kallar þá, eru af skornum skammti og afstaða er jafnan tekin til þjóðfélagsmála; og hins vegar í lengri og fræðilegri kafla þar sem hugtök og nálganir eru greind og skýrð með því markmiði að leggja þjóðmálaumræðunni til verkfæri til þess að komast yfir á plan rökræðunnar í stað þess að halda áfram á braut kappræðunnar sem íslensk þjóð- málaumræða tileinkar sér jafnan. Sumir kaflanna feta svo milliveginn - þar tekur hann fyrir afmörkuð viðfangsefni ásamt því að leggja til greiningu á hugtökum og nálgunum. Með þessari nálgun tekst Ólafi að gera það sem heimspekingar og aðrir fræði- menn ættu að gera mun meira af að mínu mati: að færa fræðilega umræðu niður á jörðina, inn í samfélagið, á borð hins al- menna lesanda, og á borð fræðimanna sem leggja stund á aðrar greinar.1 Náttúran er e.t.v. eitt skýrasta dæmið um viðfangsefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.