Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 137
Ritdómar
135
sem þörf er á að nálgast frá mismunandi
sjónarhornum - það er ómögulegt að
skilja náttúruna og stað mannsins innan
hennar ef sjónarhornið er takmarkað, t.d.
við efnahagslega hagsmuni. I öðrum kafla,
sem ber nafnið „Skilningur og blinda“,
ijallar Olafur einmitt um það hvernig
einstaklingar og samfélög geta verið sleg-
in „náttúrublindu“ þegar sjónarhornið
takmarkast við gagnsemi: „Sá sem lítur á
náttúruna einungis út frá gagnsemi mun
aldrei öðlast skilning á náttúrunni sem
náttúru - hann mun í raun aldrei sjá neina
náttúru. Það eina sem hann kemur auga á,
hvert sem hann lítur, er mögulegt gagn.“
(42) Ölafur bendir á að vandinn sem hinn
náttúrublindi glímir við sé tvíþættur:
I fýrsta lagi [er vandinn] sá að við sjáum
ekki eðli hlutanna vegna þess að við
erum blinduð af tilganginum sem þeim
er ætlað að þjóna. I öðru lagi skortir
okkur uppeldi - fagurfræðilegt uppeldi
- sem gerir okkur næm á eðli hlutanna
frekar en einberan tilgang þeirra. Við-
fangsefni slíks uppeldis er skynjun okk-
ar, ekki bara á list og menningu, heldur
einnig á náttúrunni og okkar hvers-
dagslega umhverfi. (43)
Þarna vekur Ólafur Páll athygli á þeim
mismunandi sjónarhornum sem nauðsyn-
legt er að öðlast til þess að skilja náttúruna
og stað okkar innan hennar. I vestrænum
samfélögum nútímans hefur sýn manna
á náttúruna takmarkast við sjónarhorn
gagnsemi og efnahagslegra hagsmuna, og
fýlgifiskar þessa sjónarhorns eru tilhneig-
ingarnar til þess að reyna að afhjúpa nátt-
úruna með tækjum vísinda og tækni til
þess að ná valdi yfir henni og laga hana að
(oftar en ekki stórlega ofmetnum) þörf-
um okkar. Þegar þetta sjónarhorn verður
ráðandi gefst minna og minna rými til
þess að gefa gaum að öðrum sjónarhorn-
um sem einkennast af allt annarri nátt-
úrusýn.
Ólafur gefur okkur innsýn í sína eig-
in fagurfræðilegu og siðfræðilegu sýn á
náttúruna í síðustu tveimur köflum bók-
arinnar, „Lítilsháttar limlesting" og „Lífs-
háskar lítils manns“. I þessum köflum lýsir
hann sinni eigin skynjun á náttúrunni og
hvernig hún mótar afstöðu hans til henn-
ar. I „Lítilsháttar limlesting“ spyr Ólafur
hvað það er að heillast af einhverju, í ljósi
þeirrar reynslu að heillast af íslenskri
náttúru (þessi reynsla er mikilvægasta
söluvara íslenski'ar ferðaþjónustu).
Að heillast af einhverju er að skynja
eitthvað - land, manneskju, sögu - og
upplifa það sem óumræðanlega verð-
mætt. En ekki er nóg með að maður
upplifi slíkt verðmæti, heldur gerir
maður það sér hjartfólgið. Maður inn-
byrðir verðmæti þess og gerir það að
hreyfiafli eigin sálar. Þeir sem þekkja
ástina kannast við þetta. Við þekkjum
þetta líka úr einlægri vináttu. (184)
Þarna lýsir hann fagurfræðilegri skynjun
á náttúrunni. Að heillast af náttúrunni
felst í að vera opin fýrir því að skynja nátt-
úrufegurð, rétt eins og það að heillast af
manneskju fær okkur til að sjá fegurð
hennar. Fegurð,2 ást og vinátta eru ná-
tengd hugtök sem sameiginlega færa okk-
ur nær siðferðilegri sýn á náttúruna. Sam-
kvæmt Ólafi er forsenda einlægrar vináttu
hæfileiki mannsins til þess að heillast af
einhverju (184). Það að heillast er upphaf-
ið að ást og vináttu - það sem maður
heillast af verður manni hjartfólgið. Og
þegar eitthvað er orðið manni hjartfólgið
þá verður það hluti af manni sjálfum.
Það verður hluti af manni vegna þess að
það verður hreyfiafl sálarinnar. Og
þannig er vináttan. Þegar maður eignast
einlægan vin, þá stækkar maður - mað-
ur verður meiri manneskja. Þegar vinur
manns deyr, þá deyr h'ka hluti af manni
sjálfum. (184)
Þannig verður fagurfræðileg sýn á nátt-
úruna uppspretta siðferðilegra tengsla og
virðingar fýrir náttúrunni. I formála vísar
Ólafur í bókina Raddir vorsinspagna eftir
Rachel Oarson og líkir þeirri ógn sem