Hugur - 01.06.2011, Page 141
Ritdómar
139
finna upphafið að því að afhjúpa það
hvernig valdi er beitt í umræðu um nátt-
úru og verðmæti hennar. Þessi afhjúpun
er mikilvæg og henni þurfum við að halda
áfram því það hvernig við beitum valdi
okkar og skiljum og metum náttúruna
mun hafa úrslitaáhrif á framtíðarupp-
byggingu og velferð samfélagsins.
Guðbjörg R. Jðhannesdóttir
1 Allt of algengt er í háskólasamfélaginu að fræði-
greinar einangri sig hver frá annarri, m.a. með þvi
að tileinka sér mismunandi sérhæfð tungumál
sem hvorki almenningur né fræðimenn á öðrum
sviðum eiga auðvelt með að skilja. Eg tel mikla
þörf vera á þverfræðilegri nálgunum innan há-
skólans, sérstaklega þegar kemur að því að skilja
náttúruna.
2 I grein sinni „Leikur, list og merking" fjallar
Olafur nánar um fegurð: „Stundum segjum við
að viðfangsefni listar sé fegurð - að minnsta
kosti virðist það vera viðfangsefni sumrar listar.
En kannski ættum við að segja að viðfangsefnið
sé einfaldlega hlutir eða fyrirbæri - t.d. gamlir
slitnir skór - en að fegurðin sé líf hlutarins. Eða
kannski er fegurð hlutarins sá eiginleiki hans að
fanga auga áhorfandans - eða eyra áheyrandans,
eða bragðskyn, snertiskyn, eða tmyndunarafl þess
sem á annað borð kemst í snertingu við hlutinn
með þeim sérstaka hætti að hluturinn verður lif-
andi fyrir honum sem sjálfstæður veruleiki. Þegar
hlutur vaknar til lffsins með þessum hætti er
verðmæti hans, eins og það birtist í skynjun þess
sem nýtur hlutarins, ekki bundið gagnsemi eða
tilgangi sem liggur utan við hið fagurfræðilega
samband hlutarins og skynjandans" (Hugur 22,
2010, bls. 62). Sjá einnig umfjöllun um fegurð-
arhugtakið í grein minni „Háleit fegurð: Fegurð-
arhugtakið í feminískum og fyrirbærafræðilegum
skilningi", Hugur 22, 2010, bls. 71-85.
3 Gernot Böhme, „Acoustic Atmospheres: A
Contribution to the Study of Ecological Aesthe-
tics“, Soundscape, The Journat of Acoustic Ecology,
1/2000, bls. 14.
4 Ólafur Páll Jónsson, „Leikur list og merking",
bls. 70.
5 Verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um
vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á
vatnsafl og jarðhitasvæði. Niðurstödur 2. áfanga
rammaáietlunar. Reykjavík: Iðnaðarráðuneytið,
2orr, bls. 73.
6 Itarlegri umfjöllun um landslagshugtakið, fag-
urfræðileg gildi, fegurðarhugtaldð og staðsetn-
ingu þeirra á milli þess huglæga og hlutlæga má
finna í greinum mínum „Háleit fegurð: fegurð-
arhugtakið í feminískum og fyrirbærafræðilegum
skilningi", Hugur 22, 2oro, og „Landscape and
Aesthetic Values: Not Only in the Eye of the
Beholder“, Conversations with Landscape, Ash-
gate Publishing, 2010.
Heimspeki holdsins
Sara Heinámaa, Robin May Schott,
Vigdis Songe-Moller og Sigríður Þor-
geirsdóttir: Birth, Death and Femininity.
Philosophies of Embodiment. Indiana Uni-
versity Press, 2010. 269 bls.
Arið 1999 hittust Sara Heinámaa, Robin
May Schott, Vigdis Songe-Meller og
Sigríður Þorgeirsdóttir á ráðstefnu í Upp-
sölum þar sem fjallað var um femíníska
túlkun á helstu verkum heimspekisög-
unnar („Reading the Canon: Feminist
Interpretations of the History of Philo-
sophy“). I framhaldi af ráðstefnunni varð
til samvinna og samtal milli þessara §ög-
urra heimspekinga um rök, hugtök og
aðferðir við rannsóknir á fæðingu, dauða
og kvenleika innan heimspekihefðarinnar.
Afrakstur samvinnu þeirra er bókin Birth,
Death and Femininity. Philosophies of Em-
bodiment (verður hér eftir kölluð upp á
íslensku Fæðing, dauði og kvenleiki. Heim-
speki ho/dsins). Verkefni höfundanna í
þessari bók er að velta því fyrir sér hvað
dauðleiki og fæðing geti fært heimspek-
inni. Eitt af því sem höfundarnir fjórir
komust að var að mikilvægt væri að útbúa
sameiginlegt tilvísanakerfi í tengslum við
skilning og útskýringu á dauða og fæð-
ingu. Fæðing og dauði eru með mikilvæg-
ustu viðburðum í tilvist manneskjunnar
og hafa gegnum tíðina verið viðfangsefni
heimspekinnar en fjórmenningarnir vilja
að kynntar séu til sögunnar nýjar aðferðir