Hugur - 01.06.2011, Side 152

Hugur - 01.06.2011, Side 152
150 Ritdómar lífinu. Þeir nútímaheimspekingar sem stunda einhvers konar heimspekipraktík í atvinnulífinu stunda heimspeki fyrst og fremst sem aðferð og því er e.t.v. eðlilegt að segja að hún veiti ekki svör. Nákvæm- ara væri þó að segja að heimspeki sé aðferð sem stefnir að svari og leyfir sér oft að finna það. Aukþess hafa fáir,ef nokkrir, heimspekingar litið svo á að heimspekin ætti aldrei að gefa nein svör. Oft eru þau kannski ekki endanleg, en þó nægileg til að við getum lifað eftir þeim, allavega um stund. Eins og ég hef nefnt eru í Tíma heim- spekinnar margir góðir punktar um heimspekikennslu og kennslu almennt sem mér virðast bera vitni um næmleika Kristínar fyrir efninu. Hún nefnir til að mynda að nemendur þurfi frelsi til að gera mistök og læra af þeim (40-41, 81). Eins er mikilvægt að kennarar átti sig á því að þeir þurfa ekki að vera alvitrir (46). Jafnvægi þarf að vera á milli stjórnar eða leiðbeiningar kennara og frumkvæðis nemenda (48-49). Hjálpa þarf nemend- um að skilja hvernig fyrirtæld reyna að hafa áhrif á þá (55). Miklu máli skiptir að þola óvissuna sem heimspekileg umræða veldur oft (60). Mikilvægt er að námsefni varpi ljósi á það líf sem nemendurnir lifa og umhverfi þeirra (74). Þá er góð tilvitn- unin í Kierkegaard um að til að hjálpa einhverjum þurfi maður að skilja hvar hann er staddur, þ.e. hvað hann skilur (85). Og mikilvægt er að byggja upp traust og öryggi í skólastofunni til að nemendur þori að segja meiningu sína (161). Þessir góðu punktar og innsæi Krist- ínar hefði að mínu mati hins vegar komist betur til skila til lesandans ef boðberinn eða form bókarinnar hefði verið betra. Auk þess er stefnumiðið tvímælalaust gott: heimspekin á ríkara erindi í skóla- stofum landsins en raun ber vitni, hvort sem áherslan er á heimspeki sem sérstaka kennslugrein eða sem aðferð í kennslu annarra faga, eins og Kristín leggur áherslu á. Það er einungis óskandi að þrátt fyrir formgallana geti Tími heimspekinnar lagt þessu stefnumáli lið. Róbert Jack Efalaust Atli Harðarson: Isdttvið ðvissuna. Bók um efahyggju og heimspekilega pekkingarfraði. Háskólaútgáfan/Heimspekistofnun Há- skóla Islands, 2009.146 bls. „Sá sem ekki þorir að efast verður sjálf- sagt aldrei annað en þröngsýnn kreddu- maður. Sá sem aldrei þorir að trúa neinu verður líklega stefnulaus vingull sem kemur fáu góðu til leiðar.“ Atli Harðarson -1 sátt við óvissuna Adi Harðarson hefitr verið í hópi ötulustu íslenskra heimspekinga síðan á níunda áratug síðustu aldar, og gildir þá einu hvort litið er til frumsaminna verka, þýð- inga eða kennslu. Of langt mál væri að telja upp þann fjölda rita og greina sem liggja eftir Ada, en þar á meðal eru rit sem hafa sett ótvírætt mark sitt á íslenska heimspeki undanfarin ár, s.s. Afarkostir (1995), Vafamál, ritgerðir um stjórnmála- heimspeki og skyld efni (1998) og Af jarð- legum skilningi (2001).' Isátt við óvissuna (2009) ber líka öll merki reynslumikils höfundar sem mætir lesanda sínum af sjálfsöryggi, rökfestu og virðingu. Sem fyrr þá er handbragð Atla vand- að. Bókinni er skipt í sex meginkafla auk inngangs og lokaorða og lesandanum er vörðuð leið með skýrt skilgreindum undirköflum undir lýsandi fyrirsögn- um. Af hálfu höfundar er bókinni ædað að gegna tveimur hlutverkum. Annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.