Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 152
150
Ritdómar
lífinu. Þeir nútímaheimspekingar sem
stunda einhvers konar heimspekipraktík
í atvinnulífinu stunda heimspeki fyrst og
fremst sem aðferð og því er e.t.v. eðlilegt
að segja að hún veiti ekki svör. Nákvæm-
ara væri þó að segja að heimspeki sé
aðferð sem stefnir að svari og leyfir sér oft
að finna það. Aukþess hafa fáir,ef nokkrir,
heimspekingar litið svo á að heimspekin
ætti aldrei að gefa nein svör. Oft eru þau
kannski ekki endanleg, en þó nægileg til
að við getum lifað eftir þeim, allavega um
stund.
Eins og ég hef nefnt eru í Tíma heim-
spekinnar margir góðir punktar um
heimspekikennslu og kennslu almennt
sem mér virðast bera vitni um næmleika
Kristínar fyrir efninu. Hún nefnir til að
mynda að nemendur þurfi frelsi til að
gera mistök og læra af þeim (40-41, 81).
Eins er mikilvægt að kennarar átti sig á
því að þeir þurfa ekki að vera alvitrir (46).
Jafnvægi þarf að vera á milli stjórnar eða
leiðbeiningar kennara og frumkvæðis
nemenda (48-49). Hjálpa þarf nemend-
um að skilja hvernig fyrirtæld reyna að
hafa áhrif á þá (55). Miklu máli skiptir að
þola óvissuna sem heimspekileg umræða
veldur oft (60). Mikilvægt er að námsefni
varpi ljósi á það líf sem nemendurnir lifa
og umhverfi þeirra (74). Þá er góð tilvitn-
unin í Kierkegaard um að til að hjálpa
einhverjum þurfi maður að skilja hvar
hann er staddur, þ.e. hvað hann skilur
(85). Og mikilvægt er að byggja upp traust
og öryggi í skólastofunni til að nemendur
þori að segja meiningu sína (161).
Þessir góðu punktar og innsæi Krist-
ínar hefði að mínu mati hins vegar komist
betur til skila til lesandans ef boðberinn
eða form bókarinnar hefði verið betra.
Auk þess er stefnumiðið tvímælalaust
gott: heimspekin á ríkara erindi í skóla-
stofum landsins en raun ber vitni, hvort
sem áherslan er á heimspeki sem sérstaka
kennslugrein eða sem aðferð í kennslu
annarra faga, eins og Kristín leggur
áherslu á. Það er einungis óskandi að þrátt
fyrir formgallana geti Tími heimspekinnar
lagt þessu stefnumáli lið.
Róbert Jack
Efalaust
Atli Harðarson: Isdttvið ðvissuna. Bók um
efahyggju og heimspekilega pekkingarfraði.
Háskólaútgáfan/Heimspekistofnun Há-
skóla Islands, 2009.146 bls.
„Sá sem ekki þorir að efast verður sjálf-
sagt aldrei annað en þröngsýnn kreddu-
maður. Sá sem aldrei þorir að trúa neinu
verður líklega stefnulaus vingull sem
kemur fáu góðu til leiðar.“
Atli Harðarson -1 sátt við óvissuna
Adi Harðarson hefitr verið í hópi ötulustu
íslenskra heimspekinga síðan á níunda
áratug síðustu aldar, og gildir þá einu
hvort litið er til frumsaminna verka, þýð-
inga eða kennslu. Of langt mál væri að
telja upp þann fjölda rita og greina sem
liggja eftir Ada, en þar á meðal eru rit sem
hafa sett ótvírætt mark sitt á íslenska
heimspeki undanfarin ár, s.s. Afarkostir
(1995), Vafamál, ritgerðir um stjórnmála-
heimspeki og skyld efni (1998) og Af jarð-
legum skilningi (2001).' Isátt við óvissuna
(2009) ber líka öll merki reynslumikils
höfundar sem mætir lesanda sínum af
sjálfsöryggi, rökfestu og virðingu.
Sem fyrr þá er handbragð Atla vand-
að. Bókinni er skipt í sex meginkafla auk
inngangs og lokaorða og lesandanum
er vörðuð leið með skýrt skilgreindum
undirköflum undir lýsandi fyrirsögn-
um. Af hálfu höfundar er bókinni ædað
að gegna tveimur hlutverkum. Annars