Hugur - 01.06.2011, Page 155

Hugur - 01.06.2011, Page 155
Ritdómar 153 ardrama eða fylli flokk heimsósómaverka. Bókin ber miklu frekar einkenni þess að vera skrifuð með heimspekikennslu í huga. Þó svo að ekki sé um kennslubók að ræða þá ber hún þess merki að vera skrifuð af sönnum heimspekikennara sem vill laða áheyrendur sína til heim- spekilegra vangaveltna og vangaveltna um heimspekina sjálfa og sögu hennar. I því sambandi má sérstaklega benda á umfjöllun Atla um „vanda Descartes og gátur þekkingarfræðinnar“ (kaflar 13-18) sem tilvalið ítarefni í kennslu þar sem Orðraða um aðferð eða Hugleiðingar um frumspeki væru hafðar til grundvallar.2 Svipaða sögu má segja um þá hluta verksins sem fjalla um „hughyggju og málspeki" (kaflar 19-23) og „veraldar- hyggju og vísindabyltingar" (kaflar 23-25). Umfjöllun Atla um heimspeki Berkeleys, Locke og Wittgensteins er tilvalinn inn- gangur fyrir þá lesendur sem vilja kynna sér málspekihefðina nánar. Þó er túlkun Atla, sérstaklega á heimspeki Wittgen- steins alls ekki hafin yfir gagnrýni. Sömu- leiðis mætti þrefa um það lengi dags hvort sú fullyrðing að hrekjanleikalögmál Karls Popper sé „frægust þeirra hugmynda“ sem útskýra með hvaða hætti ein vís- indakenning „kollvarpar annarri" stand- ist (131). Fyrirfram hefði mátt búast við að í það minnsta yrði minnst á kenningar Thomas Kuhn, sem er þó að engu getið. Auðvitað er því hvergi haldið fram af höf- undi að um tæmandi umfjöllun um „hug- hyggju og málspeki" eða „veraldarhyggju og vísindabyltingar" sé að ræða. Fyrst og fremst er litið til sambands þessara heim- spekistefna við efahyggju og í því Ijósi er því skýrt haldið fram að málspeki og ver- aldarhyggja hafi verið leiðir sem hafi verið reyndar til að sigrast á efahyggju. Hættan er vissulega sú að þess háttar nálgun gefi lesandanum skakka mynd af verald- arhyggju, vísindabyltingum, málspeki og hughyggju. Atli fer ansi nálægt því að líta á málspeki sem sérstakt tilfelli hughyggju, mörk þess mögulega og raunverulega séu felld saman við „mörk þess hugsanlega, segjanlega eða þekkjanlega" (96). Við erum sumsé komin að kjarna málsins: rökstuðningnum fyrir því að „tilraunir heimspekinga til að hrekja efahyggju hafi minni en engan árangur borið“. A bjargi byggði bygginn maður hús Atli tilgreinir sérstaklega fjórar heim- spekistefnur eða „tilraunir heimspekinnar" sem hann telur að hafi reynt að yfirstíga efann og öðlast vissu. Fyrst ber að nefna beitingu „heilbrigðrar skynsemi" í anda G.E. Moore og Rodericks M. Chisholm. Að mati Atla nær heilbrigð skynsemi aldrei að hrekja efahyggju, við getum aldrei slökkt allan efa með því að vísa þess sem „heilbrigð skynsemi“ segir okkur. Líklegasta niðurstaða þess væri einfald- lega þrátefli þar sem ein fullyrðing stend- ur gegn annarri (30). I annan stað má nefna fyrrnefnda veraldarhyggju í anda Davids Hume sem felur í sér mun alvar- legri áskorun þar sem hún virðist hrein- lega neita að taka efahyggju alvarlega sem heimspekilegan eða hugmyndafræðilegan valkost þar sem hún sé andstæð náttúru- legum eða eðlislægum hugsunarhætti mannsins (123). Þó svo að sú væri raunin þá telur Atli ekki að þar með sé efahyggja dæmd úr leik; öðru nær. Ef við tileinkum okkur heimssýn veraldarhyggjunnar er efahyggjan nauðsynleg til þess að forða okkur frá kreddufestu þar sem hún virkar sem „mótvægi við náttúrulegar tilhneig- ingar“ okkar (126). Það má fullyrða að ekki sé réttilega hægt að túlka I sátt við óviss- una á þann veg að „heilbrigð skynsemi" eða veraldarhyggja séu á einhvern hátt varasamar tilraunir heimspekinga til að kveða efann í kútinn, en öðru máli gegnir um hin tvö dæmin sem Atli tekur. Það eru annarsvegar hughyggja, þ.m.t. málspeki- legar útfærslur hennar sem minnst var á hér að ofan, og pragmatismi. Eins og áður sagði þá er einn kostur I sátt við óvissuna hversu opinskár og af- dráttarlaus höfundurinn er í skoðunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.