Hugur - 01.06.2011, Síða 157
Ritdómar
155
Gæti t.a.m. sá sem aðhyllist hlutlæga hug-
hyggju (e. objective idealism) í anda Charl-
es S. Peirce ekki tekið undir með þeirri
efahyggju sem Atli færir rök fyrir í bók
sinni og kennir við Pyrrhon og felst í að
vera reiðubúinn „að vefengja hvers kyns
skoðanir en gæta sín þó að fullyrða ekki
að mönnum sé ómögulegt að afla þekk-
ingar" (13)?
Eins og áður segir er einn helsti kostur
bókarinnar sá hversu skýrt höfundurinn
kveður að orði. Það er ekki reynt að slá
ryki í augu lesandans eða dreifa athygli
hans með skrúðmælgi. Textinn endur-
speglar þannig á skýran hátt eindrægni
og staðfestu höfundarins, t.a.m. í þessum
orðum:
Þá vita lesendur hvar þeir hafa mig. Ég
er hluthyggjumaður um veruleikann,
aðhyllist samsvörunarkenningu um
sannleikann og vil frekar lifa í sátt við
óvissuna en hlaupa flóttaleiðir á borð
við hughyggju og pragmatisma. (34)
„Af einlœgriforvitni og
g/aðvarri spurn"
Eins verður að geta áður en yfir lýkur. Það
er hversu listilega Atli fléttar skáldskap
saman við frásögn sína og rökfærslu. Nú
þegar hefur verið minnst á tilvitnun Ada
til kvæðis Þorsteins frá Hamri en auk þess
vitnar hann bæði til Fjallaskáldsins Steph-
ans G. Stephanssonar og Hannesar Pét-
urssonar. Raunar gefur Atli tóninn strax í
upphafi I sátt við óvissuna sem hefst á er-
indi úr Hávamálum þar sem segir m.a.:
„Því að óbrigðra vin / fær maður aldregi /
en mannvit mikið“ (5). Boðskapur I sátt
við óvissuna felst að miklu leyti í því að
þessi heilræði Hávamála eigi ekki síður
við efahyggu en „mannvit rnikið". Sjálfur
segir Atli um efann að hann álíti hann
vera vin sem gott er að kjósa til fylgdar
(9). Þetta leiðir hugann að því sem marg-
ir myndu telja löst á verkinu, þ.e.a.s.
hversu persónulegt það er. Þó svo að það
borgi sig ekki að leggja of mikið út af
fáum orðum, þá er persónugerving efans í
vin sem við veljum okkar til fylgdar lýs-
andi fyrir hversu persónuleg I sátt við
óvissuna er. Á einum stað ræðir Atli skírn
Ágústínusar í Mílanó og að dómkirkjan
þar í borg standi nú yfir rústum þess stað-
ar sem skírnin fór fram í. Og Atli segir:
„Þar kom ég eitt sinn en sá fátt, því þótt
stigi lægi þarna niður var þar nær algert
myrkur.“ (18) Það skal ósagt látið hvort
þetta eigi að endurspegla viðhorf Atla til
heimspeki og heimssýnar Ágústínusar en
þetta undirstrikar um hversu persónulegt
verk er að ræða sem varpar ekki síðra ljósi
á höfund sinn en efni sitt. Og sem slíkt þá
einkennist það svo sannarlega af „einlægri
forvitni og glaðværri spurn“ (10).
Jakob Guðmundur Rúnarsson
' Þeir sem vilja kynna sér verk Atla nánar, og
reyndar allir áhugamenn um heimspeki, eru
hvattir til að líta á heimasíðu hans, www.this.is/
atli, þar sem m.a. má finna nákvæma ritaskrá. Atli
hefur af miklum myndarskap gert bróðurpart
höfundarverk síns öllum aðgengilegan á heima-
síðunni, þ.m.t. hina nú illfáanlegu Afarkosti.
2 Þó vildi ég gera athugasemd við þá fullyrðingu
höfundar í þeirri umfjöllun að greinarmunur á
þvi huglæga og því hlutlæga sé innbyggður í mál
okkar og hugsun (86). Benda má á niðurstöður
rannsókna Lorraine Daston og Peters GaUison
sem birtust í bókinni Objectivity árið 2007. Þar
eru færð sterk rök fyrir því að greinarmunur þess
„huglæga“ og „hlutlæga" er ekki fyrirfram gefinn
í mannlegri hugsun heldur sé að einhverju leyti
sögulega skilyrtur.