Hugur - 01.06.2011, Síða 157

Hugur - 01.06.2011, Síða 157
Ritdómar 155 Gæti t.a.m. sá sem aðhyllist hlutlæga hug- hyggju (e. objective idealism) í anda Charl- es S. Peirce ekki tekið undir með þeirri efahyggju sem Atli færir rök fyrir í bók sinni og kennir við Pyrrhon og felst í að vera reiðubúinn „að vefengja hvers kyns skoðanir en gæta sín þó að fullyrða ekki að mönnum sé ómögulegt að afla þekk- ingar" (13)? Eins og áður segir er einn helsti kostur bókarinnar sá hversu skýrt höfundurinn kveður að orði. Það er ekki reynt að slá ryki í augu lesandans eða dreifa athygli hans með skrúðmælgi. Textinn endur- speglar þannig á skýran hátt eindrægni og staðfestu höfundarins, t.a.m. í þessum orðum: Þá vita lesendur hvar þeir hafa mig. Ég er hluthyggjumaður um veruleikann, aðhyllist samsvörunarkenningu um sannleikann og vil frekar lifa í sátt við óvissuna en hlaupa flóttaleiðir á borð við hughyggju og pragmatisma. (34) „Af einlœgriforvitni og g/aðvarri spurn" Eins verður að geta áður en yfir lýkur. Það er hversu listilega Atli fléttar skáldskap saman við frásögn sína og rökfærslu. Nú þegar hefur verið minnst á tilvitnun Ada til kvæðis Þorsteins frá Hamri en auk þess vitnar hann bæði til Fjallaskáldsins Steph- ans G. Stephanssonar og Hannesar Pét- urssonar. Raunar gefur Atli tóninn strax í upphafi I sátt við óvissuna sem hefst á er- indi úr Hávamálum þar sem segir m.a.: „Því að óbrigðra vin / fær maður aldregi / en mannvit mikið“ (5). Boðskapur I sátt við óvissuna felst að miklu leyti í því að þessi heilræði Hávamála eigi ekki síður við efahyggu en „mannvit rnikið". Sjálfur segir Atli um efann að hann álíti hann vera vin sem gott er að kjósa til fylgdar (9). Þetta leiðir hugann að því sem marg- ir myndu telja löst á verkinu, þ.e.a.s. hversu persónulegt það er. Þó svo að það borgi sig ekki að leggja of mikið út af fáum orðum, þá er persónugerving efans í vin sem við veljum okkar til fylgdar lýs- andi fyrir hversu persónuleg I sátt við óvissuna er. Á einum stað ræðir Atli skírn Ágústínusar í Mílanó og að dómkirkjan þar í borg standi nú yfir rústum þess stað- ar sem skírnin fór fram í. Og Atli segir: „Þar kom ég eitt sinn en sá fátt, því þótt stigi lægi þarna niður var þar nær algert myrkur.“ (18) Það skal ósagt látið hvort þetta eigi að endurspegla viðhorf Atla til heimspeki og heimssýnar Ágústínusar en þetta undirstrikar um hversu persónulegt verk er að ræða sem varpar ekki síðra ljósi á höfund sinn en efni sitt. Og sem slíkt þá einkennist það svo sannarlega af „einlægri forvitni og glaðværri spurn“ (10). Jakob Guðmundur Rúnarsson ' Þeir sem vilja kynna sér verk Atla nánar, og reyndar allir áhugamenn um heimspeki, eru hvattir til að líta á heimasíðu hans, www.this.is/ atli, þar sem m.a. má finna nákvæma ritaskrá. Atli hefur af miklum myndarskap gert bróðurpart höfundarverk síns öllum aðgengilegan á heima- síðunni, þ.m.t. hina nú illfáanlegu Afarkosti. 2 Þó vildi ég gera athugasemd við þá fullyrðingu höfundar í þeirri umfjöllun að greinarmunur á þvi huglæga og því hlutlæga sé innbyggður í mál okkar og hugsun (86). Benda má á niðurstöður rannsókna Lorraine Daston og Peters GaUison sem birtust í bókinni Objectivity árið 2007. Þar eru færð sterk rök fyrir því að greinarmunur þess „huglæga“ og „hlutlæga" er ekki fyrirfram gefinn í mannlegri hugsun heldur sé að einhverju leyti sögulega skilyrtur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.