Hugur - 01.06.2011, Page 161

Hugur - 01.06.2011, Page 161
HuGUR | 23. ÁR, 2011 Frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki Á aðalfundi FÁH, sem haldinn var 4. desember 2010, var ný stjórn kosin, svo sem frá er greint í pistli fráfarandi formanns í síðasta Hug. Björn Þorsteinsson lét þá af störfum eftir að hafa gegnt formennsku í tvö ár og setið í stjórn í ijögur ár. Eru honum á þessum tímamótum þakkir færðar íyrir ötult starf hans til þessa í þágu félagsins og framgangs heimspekinnar á Islandi. Á sama aðalfundi var rætt um þá tillögu stjórnar að bjóða upp á svokallaðan opinn aðgang að eldri heftum Hugar á netinu. Varð að lokum samþykkt að „að gera tímarit félagsins, Hug, almennt aðgengilegt á vefnum; að eldri árgangar Hugarverði í opnum aðgangi og að nýrri rit verði gerð aðgengileg eftir því sem hagkvæmt telst miðað við núverandi áskriftar- og lausasölu". Tæpu ári eftir þessa samþykkt er enn þó nokkuð í land með að úr rætist vegna lagalegra álitamála sem upp hafa komið í þessari vinnu og samningaviðræðum við hugsanlega samstarfsaðila. Hvað Hug varðar að öðru leyti má geta þess að mestallan lager tímaritsins má nú aftur nálgast hjá Háskólaútgáfunni að Dunhaga. Einnig er hægt að hafa samband við undirritaðan til þess að kaupa eldri eintök en af sumum árgöngum eru afar fá eintök eftir. Félagið stóð fyrir nokkrum viðburðum á starfsárinu. Um miðjan desember 2010 var haldin kynning og upplestur úr heimspekiritum sem komið höfðu út sama ár og þótti ástæða til þess að gera slíkt að árlegum viðburði, a.m.k. svo fremi sem verk með heimspekilegu ívafi halda áfram að koma reglulega út.Tveir erlendir fýrirlesarar héldu framsögu á vegum FÁH: Marcus Steinweg, sem kennt hefur heimspeki í Berlín og víðar, ræddi í janúar 2011 um „ákvörðunarhyggju Adornos“, þó svo fýrirlesturinn hafi raunar fjallað um margt fleira en það. I septemberbyrjun hélt svo ísraelski stærðfræði- prófessorinn Ron Aharoni erindið „Ráðgáta nefnd heimspeki" sem beindist að undir- stöðum fagsins, er honum þóttu byggja á vissum huglægum ruglingi. Voru báðir við- burðirnir skipulagðir í samvinnu við Heimspekistofnun sem er hér með þakkað fýrir samstarfið. Akveðið var að halda upp á 300 ára afmæli skoska heimspekingsins Davids Hume með kaffisamsæti á afmælisdag hans, 7. maí, þar sem til máls tóku Gunnar Harðarson, Njáll Björgvinsson og Henry Alexander Henrysson. Þegar þessi orð eru skrifuð er ædunin að halda síðar í haust ögn stærra málþing um Hume í tengslum við afmæli hans sem og annað um Maurice Merleau-Ponty, sem hefur annars verið heldur lítið íjallað um á Islandi. Svo er því að sjá sem Hugur og FÁH dafni nokkuð vel og njód þannig ávaxtanna af óeigingjörnu starfi fýrri stjórna við að laga íjárhagsstöðu félags- ms. 28. október 2011, Egill Arnarson,formaður FÁH
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.