Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 16
SIGURÐUR NORDAL maður og sonur einnar hinnar mann- fæstu þjóðar. Ég gat þess áðan að söguskýrand- inn þyrfti að hafa túlkunarhæfileika skáldsins. Þó hefur Sigurður Nordal sagt: Ég er ekki skáld.------Það er mikil hæverska að segja slíkt, því svo gjörsamlega eru nú áhöld um í með- vitund íslenzkrar þjóðar, hvorn þar ber hærra, vísinda- og fræðimanninn Sigurð Nordal, eða skáldið með sama nafni. — Er það mikil guðsblessun voru fólki, meðan menn eins og Sig- urður Nordal, Jón Helgason og Einar Ólafur Sveinsson veljast til þess að fara höndum um þess helgustu dóma. Þeim verður það, sem komnir eru yfir miðjan aldur, að líta um öxl sér við og við. Sagt er það mannlegt að það ágerist því meir sem lengra líður. Að vísu ber að vonast góðs af þeim dögum, sem koma munu hver af öðr- um í endalausri lest, meðan mann- kindin kallar ekki dómsdag yfir sitt heimkynni, en það er vissa að ekki munu þeir dagar allir þínir eða mín- ir, — og sú gullna eftirvænting, er forðum brá á þá lit og Ijóma og var okkar í gær, hún er annarra í dag. Og það er máske vegna þeirrar vissu, sem okkur, miðöldrungum, fer að verða tíðiitnara um öxl, til hinna fyrstu hljóðu kynna, fjarri hávaðatækni nú- tímans, við sitthvað það, sem orkaði á mann eins og lífsreynsla langrar ævi: mynd, sem maður sá, ljóð sem maður heyrði, bók sem maður las, — eitthvað, sem lék sér að manns unga hjarta og sleppti því aldrei síðan til fulls, Viktoría, eftir Hamsun, Hel, eftir Sigurð Nordal. Hversvegna gat ég í æsku aldrei orðið vinur Steingríms, eins og mömmu þótti þó mikið til hans koma, — hvers vegna voru höfundar eins og Matthías og Einar Ben. mér svo að segja nöfnin ein fram eftir öllum ár- um, en aftur á móti Pan, sem ég staf- aði mig fram úr á norsku, fyrstri bóka á því máli, álíka stórkostlegur viðburður sem það, er ég nýlega fermdur strákur, fékk í hendur Forn- ar ástir, umgöngubók úr bókasafni ungmennafélags Reykdæla. Það er ekki sama hvernig slegið er á strengi brjóstsins þegarmaður er fjórtán ára. Já, Sigurður Nordal valdi sér þá leið að gera vísindalegar rannsóknir norrænna bókmennta að ævistarfi sínu. En hann átti um fleiri leiðir að velja og hann vissi það vel. Hver var það sem brá upp hinni ógleymanlegu mynd af unglingnum, sem horfir yfir bylgjandi haf skógarins og veit að í djúpum þess liggja leiðir til allra átta? Hver var það sem gerði manni svo ljóst, að það sveið í kvikuna, hví- lík meginraun það er að velja aðeins eina af öllum þessum lokkandi, dular- fullu skógargötum, kannske þá sem minnst er lokkandi, kannske þá sem minnst er dularfull, — og hafa síðan að eilífu glatað möguleikanum til að eignast þau ævintýri, sem einhver 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.