Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 25
HEINRICH HEINE urinn var löngum þúbróðir alþýð- unnar. Nellý er frá Austur-Pommern, landi júnkara og ríkisbænda, leigu- liða, kotunga og vinnumanna. En gamli maðurinn er kynjaður frá Rín- arhéruðum. Hann var einu sinni bóndi og ræktaði sólvermda vin- garða, en flosnaði upp í verðbólg- unni 1923, missli jörð og búslóð, og nú lifir hann á gjafasúpu, sem fátæk hóra frá Austur-Pommern víkur að honum. Þegar Nellý hefur gefið gamla manninum súpuna sína, sezt hún við fastaborð sitt og fær sér bjór, horfir veðurglöggu auga um knæpuna, en það er sýnilega ekki veiðiveður í dag. Það ríkir einhver undarlegur drungi og lífsleiði á knæpunni þessa stundina. Enginn virðist hafa lyst á bragðdaufu, hálfvolgu öli, sem er að- aldrykkur Berlínarbúa. Þetta er því furðulegra sem Þýzkaland nazismans lifir nú eitt sitt mesta veltiár: hinn alþjóðlegi fasismi hefur hafið stór- sókn í austri og vestri, á Spáni flæða herir Francos yfir landið, búnir þýzkum og ítölskum vopnum, þeir eru að murka lífið úr einu lýðræðis- stjórninni, sem Spánn hefur eignazt í sögu sinni. Japanar hafa hafið loka- sókn sína í Kína. Þriðja ríkið stend- ur grátt fyrir járnum og mundar brandinn, en vestrænt lýðræði hinna borgaralegu stórvelda lýtur því skjálfandi í vesaldómi sínum og auð- mýkt. Frau Germania horfir á ferða- manninn stálbláum valkyrj uaugum; mér lízt ekki á blikið í þessum aug- um, þar er fyrirheit, sem veit á illt. En stórpólitíkin ríkir ekki á þessari Berlínarknæpu, hér ríkir lífsleiðinn, hinn óeinkennisbúni þýzki smáborg- arabragur. Ein stúlkan byrjar að syngja vinsælustu götuvísu mánaðar- ins: Ich sleh’ im Regen und warte auj dich! Það er hún Mollý litla sem syngur. Hún er jafnlyndust allra stéttarsystra sinna hér um slóðir. Ifún trúði mér fyrir því um daginn, að hún væri embættismannsdóttir — „aber ich bin eine Beamtentochter!“ — Mollý er mjög stéttvís. En það tekur enginn undir vísuna hennar, og aftur ríkir hin lífsleiða þögn. Þá er hurðinni hrundið upp og inn koma nokkrir ungir menn með gítara og mandólín og taka að leika, og áð- ur en maður hefur opnað glyrnumar dunar söngurinn um knæpuna, þýzk þjóðlög, tónar Schumanns og Schu- berts. Það er eins og lífsgleðin hafi riðið í garð á hvítum hesti, allir syngja, jafnvel gamli maðurinn, sem nú hafði etið súpuna sína, raular undir ryðgaðri röddu. En ég, sem hafði verið að hugsa um framvindu heimsmálanna, hjarnaði nú við, gekk að skenkjuborðinu og fékk mér aftur í ölkolluna, henti einu ríkismarki á sníkjudisk spilaranna og segi um leið: „Yiljið þér ekki gera svo vel og spila Die Lorelei?“ Ég hef ekki fyrr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.