Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 25
HEINRICH HEINE
urinn var löngum þúbróðir alþýð-
unnar. Nellý er frá Austur-Pommern,
landi júnkara og ríkisbænda, leigu-
liða, kotunga og vinnumanna. En
gamli maðurinn er kynjaður frá Rín-
arhéruðum. Hann var einu sinni
bóndi og ræktaði sólvermda vin-
garða, en flosnaði upp í verðbólg-
unni 1923, missli jörð og búslóð, og
nú lifir hann á gjafasúpu, sem fátæk
hóra frá Austur-Pommern víkur að
honum.
Þegar Nellý hefur gefið gamla
manninum súpuna sína, sezt hún við
fastaborð sitt og fær sér bjór, horfir
veðurglöggu auga um knæpuna, en
það er sýnilega ekki veiðiveður í
dag.
Það ríkir einhver undarlegur
drungi og lífsleiði á knæpunni þessa
stundina. Enginn virðist hafa lyst á
bragðdaufu, hálfvolgu öli, sem er að-
aldrykkur Berlínarbúa. Þetta er því
furðulegra sem Þýzkaland nazismans
lifir nú eitt sitt mesta veltiár: hinn
alþjóðlegi fasismi hefur hafið stór-
sókn í austri og vestri, á Spáni flæða
herir Francos yfir landið, búnir
þýzkum og ítölskum vopnum, þeir
eru að murka lífið úr einu lýðræðis-
stjórninni, sem Spánn hefur eignazt
í sögu sinni. Japanar hafa hafið loka-
sókn sína í Kína. Þriðja ríkið stend-
ur grátt fyrir járnum og mundar
brandinn, en vestrænt lýðræði hinna
borgaralegu stórvelda lýtur því
skjálfandi í vesaldómi sínum og auð-
mýkt. Frau Germania horfir á ferða-
manninn stálbláum valkyrj uaugum;
mér lízt ekki á blikið í þessum aug-
um, þar er fyrirheit, sem veit á illt.
En stórpólitíkin ríkir ekki á þessari
Berlínarknæpu, hér ríkir lífsleiðinn,
hinn óeinkennisbúni þýzki smáborg-
arabragur. Ein stúlkan byrjar að
syngja vinsælustu götuvísu mánaðar-
ins: Ich sleh’ im Regen und warte
auj dich! Það er hún Mollý litla sem
syngur. Hún er jafnlyndust allra
stéttarsystra sinna hér um slóðir.
Ifún trúði mér fyrir því um daginn,
að hún væri embættismannsdóttir —
„aber ich bin eine Beamtentochter!“
— Mollý er mjög stéttvís. En það
tekur enginn undir vísuna hennar, og
aftur ríkir hin lífsleiða þögn.
Þá er hurðinni hrundið upp og inn
koma nokkrir ungir menn með gítara
og mandólín og taka að leika, og áð-
ur en maður hefur opnað glyrnumar
dunar söngurinn um knæpuna, þýzk
þjóðlög, tónar Schumanns og Schu-
berts. Það er eins og lífsgleðin hafi
riðið í garð á hvítum hesti, allir
syngja, jafnvel gamli maðurinn, sem
nú hafði etið súpuna sína, raular
undir ryðgaðri röddu. En ég, sem
hafði verið að hugsa um framvindu
heimsmálanna, hjarnaði nú við, gekk
að skenkjuborðinu og fékk mér aftur
í ölkolluna, henti einu ríkismarki á
sníkjudisk spilaranna og segi um
leið: „Yiljið þér ekki gera svo vel og
spila Die Lorelei?“ Ég hef ekki fyrr