Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Slík borgarastétt var ekki til á Þýzkalandi. Þar var aðeins til veigalítil, en geysifjölmenn smáborg- arastétt. Hagsmunir þessara smá- borgara náðu sjaldnast út fyrir verk- stæði þeirra, búðarholur, knæpur og undirtylluembætti í stjórnarskrifstof- um einvaldsfurstanna. Lífsstaða þess- ara smáborgara var jafn lítilboruleg og efnalegir hagsmunir þeirra Voru andstuttir. í binum þýzka heimi örl- aði ekki á pólitískum eða félagsleg- um hreyfingum, andlegar lífshrær- ingar voru nær eingöngu bundnar háskólunum, þar sem stúdentarnir ærsluðust yfir bjórkollunum og létu sig dreyma drukkna drauma um sam- einingu hins þýzka föðurlands, en prófessorarnir skrifuðu heimspeki- lega doðranta á furðulegu máli, sem fáir skildu — og stundum skildu þeir ekki sjálfa sig. En í heimspeki og skáldskap þessa tíma má þó rekja lífshræringar hinnar þýzku smáborg- arastéttar á fyrsta fjórðungi 19. ald- ar. Og það má segja henni það til lofs: í geðheimum vann hún þá sigra, er henni var meinað að vinna í hinum grófgerða heimi efnisins. Þegar fyrsta ljóðabók Heines kom út — Gedichte — 1821, skrifaði ó- nafngreindur maður í eitt af bók- menntatímaritum Þýzkalands, þessi orð um hið unga skáld: „Heine er skáld þriðju stéttar (tiers état)“ — þ. e. borgarastéttarinnar. Þetta er skarpleg athugun hjá manni, sem hafði þó ekki annað fyrir sér en þessi fáu rómantísku tregaljóð hins unga skálds. Já, Heine var skáld þriðju stéttar, en þá nafngift bar borgarastéttin, er hún var enn ung og týhraust og barðist fyrir tilveru sinni gegn aðli og kirkjuvaldi. Heine var skáld hinnar byltingarsinnuðu borgarastéttar, skáld borgaralegrar lýðræðisbyltingar. En það varð harmleikur Heines, að á þeim árum, er hann dvaldi í Þýzkalandi var þýzk borgarastétt ekki til nema í brotum, og þessi brot voru allt annað en bylt- ingarsinnuð. Það er ekki fyrr en um og eftir miðja 19. öld, að unnt er að tala um þýzka borgarastétt í raun- verulegum skilningi, og þegar þessi stétt átti og ætlaði að sanna söguleg- an tilverurétt sinn í byltingunni 1848, brást hún ætlunarverki sínu á hinn herfilegasta hátt. í þjóðfélagi Þýzkalands á fyrsta mannsaldri 19. aldar voru borgara- legir lífshættir svo lítt þroskaðir, að Heine, skáld og rithöfundur borgara- stéttarinnar, naut lítils stuðnings frá henni. Hann er eins og einmana skæruliði í hernumdu landi, sem hey- ir baráttu sína einn og óstuddur, í fullu tómlæti þeirra, sem hann vill leysa úr ánauð. Hin pólitíska og þjóðfélagslega eymd Þýzkalands hafði þó vakið í heimi þýzkra bók- mennta þá hreyfingu, er var hvort- tveggja í senn: mótmæli gegn þess- ari eymd og flótti undan henni — 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.