Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í elli sinni átti hann til að taka það
fram og stemma strengi þess eins og
hann hafði gert í æsku. Slíkur meist-
ari var hann í ljóðsins list, að hann
gat vel hermt eftir sjálfum sér og
sínum rómantíska innra manni. En
snemma á listamannsbraut sinni tók
Heine hálft í hvoru að leiðast hinn
létti sönglandi hins rómantíska ljóðs,
hann skynjaði, að tilveran var ekki
öll þar:
Lieder und Sterne und Blumlein
und Auglein und Mondglanz und
Sonnenschein,
wie sehr das Zeug auch gefallt,
so machts doch noch lange keine Welt.
Hið rómantíska ljóðaform varð
Heine brátt of þröngur stakkur, hann
hafði frá svo mörgu að segja, sem
erfitt var að tjóðra við reglur ríms
og hrynjandi, og því tók hann að
skrifa Reisebilder — Ferðamyndir
— er ollu tímamótum í list óbundins
máls í Þýzkalandi. Fyrsti hluti
Ferðamynda — Die Harzreise -—
kom út 1824, fjórði og síðasti hlut-
inn í byrjun árs 1831. Ferðamyndir
Heines eru svanasöngur rómantísk-
unnar í óbundnu máli, en í sama
mund upphaf raunsæislistarinnar.
Einmitt fyrir þá sök geyma þær allan
unað andstæðubundinnar listar, hinn
töfrandi, gáskafulla leik gamans og
alvöru. Samtíðarmönnunum fannst
kannski mest til koma hins nýja stíls
í þýzku máli, er hinn ungi hvatvísi
Gyðingur hafði skapað, hinnar
leiftrandi ærslafengnu fyndni, liins
oddhvassa háðs, hinna beinskeyttu
örva, sem ósjaldan voru hertar í
eitri. Þessar reisubækur Heines, sem
segja frá ferðum hans um Þýzka-
land, Ítalíu og England, eru þó ekk-
ert annað en losaraleg umgjörð
hugsana hans og kennda. Þar gerir
hann upp skuldaskilin við æskuástir
sínar — Amalíu og Therese Heine —
og þar boðar hann fagnaðarerindi
hinnar borgaralegu lýðræðisbylting-
ar. Þar blóðmarkar hann hin þjóðfé-
lagslegu nátttröll Þýzkalands, aðal,
kirkju og fursta, og flytur hinum
mikla franska syni byltingarinnar,
Napóleon, lof á slíku máli, að napur
gustur fór um hallir 36 einvalds-
fursta þýzka bandalagsins.
í Ferðamyndum er Heine hinn
lífsglaði göngusveinn, ábyrgðarlaus
flakkari, er fyrirlítur hið morandi
mannager og kennir æðasláttar altil-
verunnar í brjósti sér. í ljóðum sín-
um á þessum árum er Heine aldrei
eins alfrjáls og fullvalda og í Ferða-
myndum, í hinni óbundnu ræðu
verður hann frjórri, óháðari hinu
venjubundna rómantíska skáldamáli
og orðskrúði. En þótt Ferðamyndir
Heines beri glöggt vitni djúpum lífs-
unaði skáldsins og yfirburðakennd,
þá má þó víða merkja, að hann er
einmana, í misræmi við umhverfi
sitt. Hann segir í II. bindi Ferða-
mynda — Die Nordsee: „... því að
við lifum í rauninni í andlegri ein-
134