Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 45
HEINRICH HEINE Ach das Ende ist so triibe! Nach der holden Liebesnot Kommen Nöten ohne Liebe, Nach dem Leben kommt der Tod. En lífsnautn Heines var ekki ein- göngu fiðrildistilvera fagurkerans og hins léttúðuga ástamanns. Þetta var aðeins ytra borð veru hans. Hann hafði m. a. setzt að í París til þess að kynna sér hið borgaralega þjóðfélag Frakklands, svo sem það hafði risið upp úr tveimur byltingum. Hann kannaði sögu þessa þjóðfélags og til- veru alla á líðandi stund, og hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að heimildanna var ekki að leita í sam- kvæmissölum borgarastéttar og að- als, heldur á götunum, í verksmiðj- unum í fátækrahverfunum — „sam- kvæmissalirnir ljúga“. í desembermánuði 1831 og fram í septembermánuð 1832 var Heine fréttaritari hins þýzka stórblaðs, „Augsburger Allgemeine Zeitung“, sem von Cotta barón gaf út og var stærsta og merkasta dagblað megin- landsins austan Rínarfljóts. Blaða- greinar þessar gaf hann síðan út í desembermánuði 1832, og kallaði hann bókina „Französische Zu- stande“ — Lífshættir Frakklands. Tíu árum síðar gerðist hann enn á ný fréttaritari sama blaðs á árun- um 1840—1843, en 1854 safnaði hann greinum þessum í bók, er hann kallaði „Lutezia“, en það var hið fornkeltneska nafn Parísarborgar. „Lífshættir Frakklands“ og „Lute- zia“ eru einhver merkustu rit Heines í óbundnu máli, og enn í dag telja franskir sagnfræðingar þau til hinna mikilvægustu samtíðarheimilda um sögu Frakklands á þessum 18 árum, sem skilja í sundur júlí- og febrúar- byltinguna. Tveimur árum fyrir dauða sinn fór Heine sjálfur svo- felldum orðum um efni „Lúteziu": „Söguhetja bókar minnar, hin sanna hetja hennar, er hin þjóðfélagslega hreyfing, sem Thiers ... leysti skyndilega úr læðingi og Guizot reyndi árangurslaust að halda í skefjum. Um þetta efni fjallar bók mín, og gætir þess mest á árunum 1840 til 1843, febrúarbyltingin er að- eins íkveikja þessarar byltingar og það mun ekki fjarri lagi, er ég stað- hæfi, að bók mín sé undirbúnings- skóli febrúarbyltingarinnar.“ Þegar Heine kom til Parísar í maí- mánuði 1831 var hinum sælu hveiti- brauðsdögum júlíbyltingarinnar lok- ið, hin gráa mugga hversdagsleikans hafði tekið við — konungdómur Filiuppusar af Orleans og hin borg- aralega hástétt Frakklands höfðu fleytt rjómann af þeirri byltingu, er lýður Parísar hafði orðið að gjalda með blóði sínu. 180.000 gildra skatt- greiðenda höfðu einir kosningarétt til þings — 1% allrar frönsku þjóð- arinnar. Heine hafði ekki verið lengi í Par- ís, er hann tók að hnýsast í það, sem 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.