Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 71
HENRIK IBSEN ölskum skírslum“. „Rosmerholm“, sem skrifað var eftir heimsókn Ib- sens til Noregs 1885, er sýnilega inn- blásið af pólitísku atburðunum kringum 1884 þegar þingræðið komst á, og upplausn vinstriflokks- ins sem fylgdi á eftir. Á þessu síð- asta tímabili er symbolisminn stund- um yfirgnæfandi. En Ibsen gamli lætur ekki tilleiðast að fylla flokk andspyrninga raunsæisstefnunnar. „Hedda Gabler“ er sóknarskjal á hendur öfgafullri einstaklingshyggj u og hnignun. í þessum sjónleik sýnir hann hvernig iðjuleysi, sníkjudýra- lífið, leiðir til fullkomins tómleika. Og „John Gabriel Borkman“, þetta leikrit um gjaldþrota kaupsýslu- manninn sem lét sig dreyma um að verða nútíma Napóleon, er beint svar við áróðrinum fyrir ofurmenni Nietzsches, sem sjálfur Garborg gat fengið af sér að daðra við. í leikrit- inu sem varð „svanasöngur“ Ibsens, „Er vér dauðu vöknum“, stofnar bann til reikningsskila við sitt eigið lífsafrek og sýnir fram á að skáld sem aðeins „notar“ fyrirmyndir sín- ar, sem stendur utanvið lífið og þjóðfélagsbaráttuna, dæmir sjálft sig til að deyja andlegum dauða. Ibsen fann vafalaust að það hafði veikt skáldskap hans að hann hafði orðið að „höggva af sér fingur“ — einangra sig, og að hann hafði ekki haft þrek til að taka beinni þátt í þjóðskipulagsbaráttunni, eins og hann hafði þó dreymt um í æsku. Hann vissi hvernig ekki átti að lifa lífinu, en hann hafði aðeins lauslega bent á hvernig því skyldi lifað. En sá sem les verk Ibsens og leggur við hlustir heyrir „sönginn sem í söngn- um felst“. Ibsen lagði ríka áherzlu á að sýna sjálfstæði sitt gagnvart öllum stefn- um og flokkum. Hann vildi vera and- legur „skæruliði“ sem barðist einn hjá fremstu víglínu. En á því getur ekki leikið neinn vafi að hann áleit sjálfan sig standa alla ævi yzt í vinstri fylkingararmi. „Þeir einu sem ég í rauninni hef samúð með eru níhilistar (rússneskir byltingar- menn) og sósíalistar. Þeir vilja eitt- hvað heilsteypt og eru sjálfum sér samkvæmir," sagði hann í samtali við Kristofer Janson árið 1880. Hann sagði opinberlega að nýsköpun í Noregi hlyti að koma frá verka- mönnunum og konunum, og það sem sér væri hugþekkast væri norska verklýðsstéttin. Við fyrirspurn frá ensku blaði um hvaða skoðun hann hefði á sósíalismanum svaraði hann að það gleddi sig að „sósíaldemó- kratískir siðspekingar“ hefðu eftir vísindalegum leiðum komizt að sömu niðurstöðu og hann með skáldskap sínum. Þarna er svarið við spurning- unni um hvað Ibsen væri hjartfólgn- ast: norska þjóðin, framvinduöfl þeirrar þjóðar. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.