Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eyja, skipstranda suður í hitabelti, villimanna og villidýra, sjóræningja með silfurbúnar skammbyssur, kistur fullar af gulli og silfri og gimsteinum, skjaldbökur og fótspor í sandi — Andrés skyggndist um eftir óarga dýr- um og höggormum. Þegar hann leit við, tók hann eftir því að Óli var líka að skyggnast um í laumi eftir högg- ormum og óarga dýrum. Andrés tók snöggt viðbragð og var nærri búinn að sleppa taki á grein- inni, sem hann hélt sér í. Eitthvað kom í hendingskasti skáhalt ofan úr loftinu beint framan í hann. Svo datt það niður í fang honum. Þetta var hunangsfluga, sem hafði villzt inn í trjákrónuna, orðið svimagjamt og ruglazt alveg í ríminu. Hún lá bara á bakið og spriklaði öllum öngum. Kannski þoldi hún ekki loftið þarna inni, þennan beiska möndluþef. Kannski var þessi þefur eitur í bein- um hunangsflugna. Þeir virtu hana fyrir sér allir í senn. Hunangsflugan teygði úr sér, hnipr- aði sig saman, teygði úr sér á nýjan leik. Það var eins og hún næði ekki andanum. Svona var það líka, þegar fluga hafði verið lengi innan veggja, því höfðu sumir þeirra veitt athygli. Það varð að bjarga flugunni. Að láta hana detta niður þorðu þeir ekki, þá myndi hún bara dratta grein af grein og merjast til dauðs. Þeir máttu til að klifra með hana upp á við, út undir bert loft og sjá, hvemig þá færi. Gunnar tók það að sér. Hann lagði hana á laufblað, hélt á því í annari hendi af mikilli varkárni og tók að feta sig upp á við. Allir hinir fylgdu eftir og höfðu ekki augun af laufblað- inu. Gunnar tók stefnu á útsýnisgrein- ina, efstu stórgrein heggsins, hún lá sniðhallt upp gegnum laufþakið, út undir bert loft, sjálf næstum lauflaus. Þeir félagar námu staðar neðst á þess- ari grein, Gunnar einn fikraði sig lengra upp eftir henni. Það var því líkast sem þeir sætu og horfðu á ská út um þakglugga og Gunnar fikraði sig eftir svörtum bjálka út um glugg- ann. Þeir eygðu nú blátt loftið og hvítan skýhnoðra, og Gunnar fikraði sig lengra og lengra, lítill og léttur, eftir greininni, sem sveigðist og rólaði fram og aftur. — Hún er að byrja að hreyfa sig. Gunnar leit um öxl og kallaði þetta niður til hinna. Hann hafði varla lok- ið setningunni, er svartur flekkur hóf sig upp af blaðinu, sem hann hélt á í hendinni, sveif í skálínu út í loftið og hvarf. — Nú flaug hún! Gunnar benti á eftir henni í æsingu. Allir tóku andann á lofti — þeir voru líka æstir og upp með sér. Svo litu þeir hver á annan og það var ekki laust við að þeir færu hjá sér. Kannski var þetta uppistand út af einni flugu dálítið barnalegt. — Hún byrjaði á því að lyfta upp afturendanum, sagði Gunnar. — Svo 220
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.