Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafði hann aldrei þurft að sýna í verki. Hann var öðruvísi en annað fólk. Dimmleitur, krangalegur og horaður, brúnn á hörund og svartur á hár. Sagt var, að faðir hans væri af tatara- k)mi. Aðrir sögðu hann vera af sænsku slekti. Utansveitarmaður var hann að minnsta kosti — hafði komið ráfandi einhvern tíma fyrir löngu og tekið sér bólfestu í norðurbyggðinni, hafði flækzt burtu á ný, en horfið þangað aftur. Hann var eins konar handiðnarmaður og kunni eiginlega hvað sem var — gera við kaffikatla, smíða ljái og skeifur og hvers konar lása, lappa upp á veggklukkur og vasa- úr, nær sagt hvað sem heiti hafði. Meira að segja læknirinn notaði hann til að gera við sín fínustu verkfæri. Og fyrir utan allt þetta var hann skó- smiður og skraddari, dýralæknir og framdi jafnvel læknisaðgerðir á mönnum, ef í nauðirnar rak. Hann gekk með spákvist og fann vatnsæðar í jörðu, og hann gat stundum séð týnda hluti. Hann var bláfátækur. Druslurnar héngu utan á honum og kerlingunni, og svipaður var útgang- urinn á Albert. Faðirinn talaði einhverja framandi tungu, hvaðan sem hún var nú upp runnin — sænska var það víst ekki. Albert talaði líka öðruvísi en fólkið í sveitinni. Hann hafði víst oftsinnis verið með föður sínum á flakki hans. Hann var öðruvísi en annað fólk, enda sonur utansveitarflækings. Albert leiddist. Hann sparkaði steini út í vatnið, hann sló blóm til jarðar með greinarvendi, hann geisp- aði illskulega, hann starði til austurs og starði til vesturs, en hvergi eygði hann neitt til að finna upp á annað en bláberan barnaskap. Þeir Gunnar og Óli tæptu á nokkrum tillögum í allri auðmýkt, en að þeim gerði hann ekki annað en blása. Þeir voru þöglir og héldu sig í hnapp, lítið eitt á eftir honum. Þegar Albert leiddist, þá var hann hættuleg- ur. Allt í einu var eins og birti yfir hon- um. Hann sneri sér að þeim: — Við skulum róa út í Geithólma. Svo höggvum við gat á bátinn. Og svo verðum við að dúsa þar þangað til fólk verður hrætt um okkur og fer að slæða og leita dauðaleit. Enginn sagði neitt fyrst í stað. Allir litu á Óla. Þetta kom vitanlega mest við hann, þar sem hann hafði bátinn að láni. Það var ekki laust við að Óla svelgdist á. Svo sagði hann: — Ég varð að lofa að koma með bátinn aftur fyrir kvöldið. Albert leit á hann og kipraði saman augun: — Haltu þér saman, kunningi. Annars er ég vís til að taka þig og gelda! 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.