Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 141
HARALDUR JÓHANNSSON Bréfaskipti Leós Tolstojs og Bernards Shaws .. hann var maður ráðvandur og réttlátur, guðhrœddur og grandvar. Hann átti sjö sonu og þrjár dœtur, og ajlajé hans var sjö þúsund sauða, þrjú þúsund úlfalda, fimm hundruð sameyki nauta, fimm hundruð ösnur og mjög margt hjóna, og var maður sá meiri öllum austurbyggjum.“ JOB. I, 1. Með þessum orðum hefur biblían frásögn sína af Job og á svipaðan hátt mætti hefja frásögn af Leó Tolstoj. Þegar Leó Tol- stoj var fimmtugur að aldri virtist allt leika honum í lyndi. Hann naut skýlausrar viður- kenningar sem mestur rithöfundur þjóðar sinnar. Hann var voldugur lénsherra, sem átti virðingu og fulltingi forráðamanna rík- isins. Mörg og mikil höfuðból með hundr- uðum landseta voru í eigu hans. Hann hafði lifað margbrotinni ævi og notið hennar til fulls. Heimilislíf hans var gott og börn hans mannvænleg. — Þá gerðist það allt í einu og án nokkurs fyrirvara, að mönnum sýnd- ist, að hann glataði lífsgleði sinni og fékk óbeit á list sinni. Efasemdir, sem höfðu ásótt hann ævilangt, náðu undirtökunum. Hann kvaldist af grun um, að hann hefði sóað starfskröftum sínum í verk, sem reynd- ust fánýt, þegar öll kurl kæmu til grafar. Og honum fannst sem líf sitt væri hégómi einn nema hann fyndi því annað markmið en að njóta þess að lúta lögmálum náttúr- unnar. Til þess að finna svar við þeirri áleitnu spumingu, hvert væri markmið tilverunnar, sökkti Tolstoj sér niður í lestur heimspeki- legra rita. Erfiði hans var þó unnið fyrir gýg. Og þegar örvæntingin gróf um sig í hug hans, gekk hann á vit vísindamanna og heimspekinga en var jafnnær. Upp frá þvf var hann sannfærður um, að hvorki heim- speki né vísindi gætu nokkru sinni skýrt eðli tilverunnar. Og þá hvarf traust hans á siðmenningu og framfömm. Þótt Tolstoj hefði á unga aldri yfirgefið kirkjuna, hafði hann ekki með öllu kastað trú sinni. Nú tók hann að rýna biblíuna niður í kjölinn og eiga langar viðræður við klerka og munka. Enn bar þó að sama brunni og fyrr. Niður- staða íhugana hans var sú, að lífið væri einungis þjáning, en svefninn fróun og dauðinn einn lækning. Við þessa lífskoðun gat hann þó ekki fellt sig, eins og þessi orð hans bera vitni: „... ég hata ekki aðeins og fyrirlít trúleysið, heldur sé ég enga leið til þess að lifa og því síður til þess að deyja án trúar.“ Og hann þóttist vita, að lífið ætti sér eitthvert lokatakmark, þó að hann hefði ekki komið auga á það. Tvennt vísaði Tolstoj að lokum veginn til þess, sem hann leitaði að, lestur Nýja testa- mentisins og kynni af bændaalmúganum. Þótt honum sýndist hjátrú alþýðunnar 235
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.