Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 150
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ir fullt og allt bægt frá dyrum og eng-
inn þurfi að óttast um afkomu sína
eða atvinnu.
Einn kínverskur kunningi minn,
sem hafði nokkur kynni af Vestur-
löndum, sagði við mig eitthvað á
þessa leið: „Víst standa lífskjör al-
mennings til mikilla bóta á flestum
sviðum; en því má ekki gleyma hví-
lík bylting það er í viðhorfi fólksins
að enginn þarf lengur að óttast hung-
ur, og að allir hafa a. m. k. föt og þak
yfir höfuðið.“ Þetta mega virðast
sjálfsagðir hlutir, en fyrir sjö árum
var þetta allt annað en sjálfsagt í
Kína. Hungur og klæðleysi voru sí-
fellt á næsta leiti, og lítið eða ekkert
gert af opinberum yfirvöldum lands-
ins til að bæta úr neyðinni. Aðgerðir
núverandi stjórnar hafa gerbreytt
þessu, og almenningur treystir hinni
nýju skipun til að miða áfram í rétta
átt. Þetta sést bezt á því að mörg
stefnumál stjórnarinnar hafa orðið
svo vinsæl að þau hafa náð fram að
ganga miklu hraðar og á skemmri
tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Svo
hefur t. d. farið um samyrkjuhreyf-
inguna í sveitunum og um afnám ein-
staklingseignar á fyrirtækjum og
verzlunum. Á síðastnefnda sviðinu
gerðust þau tíðindi á síðastliðnu ári
að öll einkafyrirtæki í stærstu borgum
Kínaveldis gengu í samvinnufélags-
skap eða sameign með ríkinu. Fyrri
eigendur fá upp úr því aðeins vexti
af eignarhluta sínum, en halda hins
vegar venjulega áfram að vinna við
fyrirtækið, oft sem framkvæmdastjór-
ar eða tæknilegir ráðunautar. Það er
staðreynd að þessi breyting gekk
miklu örar en ríkisstjórnin hafði gert
ráð fyrir, en almenningsálitið og
traustið á stjórninni urðu svo máttug
að eigendur fyrirtækja hafa látið
sannfærast eða að minnsta kosti talið
heppilegast að verða fyrri til að óska
þessarar skipanar.
Um vinsældir ríkisstjórnar er vit-
anlega erfitt að dæma fyrir útlendinga
í stuttri heimsókn. Enginn vafi getur
þó leikið á vinsældum Mao Tse-tungs
meðal almennings. í augum þjóðar-
innar er hann fulltrúi hinnar nýju
skipanar, leiðtogi flokksins og þeirrar
stjórnarstefnu sem óefað á fylgi mik-
ils meiri hluta þjóðarinnar. Ekki virð-
ast forustumenn Kínverja ýta undir
mikla foringjadýrkun, t. d. má geta
þess að í skrúðgöngunni miklu á
þjóðhátíðardaginn voru að þessu
sinni ekki bornar neinar mannamynd-
ir, hvorki af innlendum forustumönn-
um kommúnista né erlendum. Á torg-
inu sjálfu voru hengdar upp stórar
myndir af þeim Marx, Engels, Lenin
og Stalin, svo og af Mao Tse-tung, en
það var allt og sumt.
Okkur var boðið í mikinn mann-
fagnað í Sumarhöllinni í Peking, en
það eru í rauninni margar byggingar
í stórum garði sem nú er skemmti-
garður Pekingbúa. Þar var mikill
mannfjöldi samankominn, bæði er-
244