Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 12
Og síðan: Heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil Það er eins og orðin/erog berlendi rétt af tilviljun í rímstöðu þarna í leiðinni, þegar efni ljóðsins rennur eins og lifandi lind eftir farvegi bragarháttarins. Þó væri e.t.v. sönnu nær að segja að þarna sé ljóðið leyst úr viðjum þess forms sem þó umlykur það. Ætti lesari þá að flytja hvert háttbundið kvæði svo líkt óbundnu máli sem form þess frekast leyfir? Hvar væri þá hið margrómaða meðalhóf? Víst er meðalhófið vandratað. Þegar ljóðform er jafn-fullkomið, jafn-listi- lega hnitað og á sonnettu Jónasar, heimtar það að fá að njóta kosta sinna í flutningi. Sá vandi kemur kannski hvað bezt í ljós þegar þetta kvæði er sungið, og hið bráðfallega lag Inga T. Lárussonar verður eins og annarleg fingraför á svo viðkvæmu snilldarverki. Lagið notar ljóðið sér til dýrðar án þess að geta sinnt eðli þess og þörfum; enda vart hugsanlegt að nokkurt sönglag gæti það. Ég gat þess áðan, að á íslandi hafi það löngum þótt hvað beztur bragur, að hrynjandi setningar fylgi sem nánast hrynjandi bragliða. Lítum þá aftur á ljóðlínuna Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, Þessi lína er ein setning; og þessi setning er fimm jambar í röð; og það er engin leið að lesa hana á nokkurn annan hátt. Meira að segja orðið heiman- búinn, sem hefur að eðlilegum hætti þyngri áherzlu á fyrra lið, er samkvæmt því lagt þannig niður í ljóðlínuna, að heiman lendir í hákveðu en búinn í lágkveðu. Sama er að segja um hliðið mitt. Og til þess að hnýta enn fastar að þessari samfylgd setningar og bragliða er stuðlað á veigamestu orð setning- arinnar, sem standa í hákveðum. Þannig leggur bragformið sínar áherzlur einmitt á þau orðin sem hafa mestan þunga í setningunni. Svo var þessu jafnan farið í fornu háttunum okkar, svo sem ljóðahætti og fornyrðislagi, og á öllum öldum hafa íslenzk skáld stundað mjög á þennan bragstíl, sem vissulega er traustur og virðulegur þegar vel er á haldið. En ýmsum erlendum snillingum síðari alda hefur stundum þótt betur fara að hafa á þessu annan hátt, og ekki sízt þar í sveitum sem ljóðsmekkur hefur náð hvað mestum þroska og bragform komizt í bezta rækt, svo sem á Englandi. Oft er til þess vitnað, hvernig Shakespeare og beztu lærisveinar hans síðar á öldum, svo sem John Keats, leika sér að því að setja tróka eða sponda í stað eins eða jafnvel fleiri liða í jamba-ljóðlínum, og tekst með því 10 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.