Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 14
Skyldi það ekki vera sjálfsagt mál, að því meira sem skáldinu er niðri fyrir, og þá einnig lesaranum, því heitari og innilegri sem tilfinningarnar eru og geðið ríkara, þeim mun fremur hnykki hann á áherzlum, brýni raustina, sveifli röddinni hátt og lágt, pati með höndunum og láti öllum látum? Ef við leitum hins eðlilega með því að líta í eigin barm, þá komumst við að raun um að slíkt væri að jafnaði fjarri sanni. Hitt er sönnu nær, að þá erum við örlátust á hvers kyns áherzlur, þegar okkur er sízt alvara. En þegar við segjum okkar hjartans sannfæringu eða tjáum helgustu tilfinningar okkar af einlægni, þá erum við hófsöm um allt slíkt; þá er áferð raddarinnar jafnari. Og hófsemin er aðalsmerki sannrar listar. Tökum til dæmis algengasta yrkisefni allra tíma, ástarjátningu. „Ég elska hana út af lífinu.“ Hver sem tæki sér þessi orð í munn, hlyti að margfalda áherzlur sínar og sveifla röddinni af móði, og enginn tryði honum. Segði hann hins vegar „Mér þykir vænt um hana,“ þá finnum við að þar hlýtur að vera meira hóf á flutningi, einmitt vegna þess að okkur finnst meiri alvara liggja að baki þessum orðum. En fegursta ástarjátning, sem sögð hefur verið á þessari jörð, var aðeins: „Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.“ og hver skyldi efast? Við finnum að dýpsta og tærasta tilfinningin er hófsömust bæði á orðaval og framsögn. Og við getum naumast hugsað okkur neinn flutning nógu látlausan til að hæfa hinum trúa einfaldleik þessara orða. Og svo koma blessaðir söngvararnir og ærast upp og ofan allan tónstigann, meðan þeir segja þessa setningu, sem naumast þolir að vera töluð upphátt. Hver trúir því, að skáldið hafi látið þessi orð líða um huga sér með áherzlu á „það“ eða sagt: „Það er stúlkan mírí\ rétt eins og hann hefði í huga orð Hrafns við Gunnlaug ormstungu um Helgu fögru: „Mjök eru margar slíkar, fýr haf sunnan, konur góðar,“ en segi þrestinum í óspurðum fréttum og með nokkurri drýldni, að af þeim öllum vilji svo til, að hann eigi með hana þessa: „Það er stúlkan mín\“ Nei, hér er ekki um neinn samanburð að ræða, því að minnsta kosti á þessari stundu er engin kona til, nema þessi eina, „stúlkan mín“. Hér er það „efri röddin“ í tvísöngnum, hrynjandi setningarinnar, sem syngur lagið án allra tvímæla. Hitt er svo annað mál, að þeim mun betur sér skáldið fyrir hlutverki undirraddarinnar, braghrynjandinni; og þar sem hann skipar þessu alveg áherzlulausa orði „það“ í hákveðu, þá stuðlar hann á það, og hann stuðlar ekki frá því, heldur upp að því. Þannig er því máli borgið. Og sama máli gegnir um orðið fer í fyrstu línu sexhendunnar. Þar er setningin: „sem fer með fjaðrabliki“. Þarna er fer ekki veigameira orð í setningunni er svo, að áherzla er lítil að eðlilegum hætti, og því vafasamt að skilja við það í rímstöðu. En sjáum þá hversu vandlega sú staða þess í bragnum er tryggð: Hann hástuðlar upp að því: ,,/uglinn trúr, sem fer með 12 TMM 1995:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.