Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 19
ífæri þætti einungis lýta þá línu. En hér verður ekki um villzt að umlistbragð
er að ræða; sérhljóðarnir eru nógu ólíkir til að fara vel saman, og bragliður-
inn er þannig mýktur og tafinn til samræmis við sveim þokunnar: „sveimar
þoka um dalinn“. Myndin fær meira líf. Og það er eins og það sé nóg að finna,
að auka-atkvæðið gœti fallið brott. Þegar lesarinn fer með ljóðlínuna, er ekki
aðeins að hann lesi frásögn af því, að þoka sé í dalnum, heldur sér hann
hvernig mjúk þokuslæðan líður létt um svipþung hamrabelti, og hann sér
grisja í græna geira og brúnar skriður. Hann fer að gruna það svið sem blasti
við augum eða hugarsjónum höfundarins sjálfs.
Goethe hefur komizt svo að orði, að ljóð sé eins og gotnesk kirkja; sá sem
les það eða heyrir, sér það utan frá, eins og kirkjan blasir við þeim sem utan
hennar stendur. Hann sér að vísu fögur form og tiguleg, en þó köld og lífvana.
Aðeins höfundurinn sjálfur sér dásemd hinna litríku helgimynda á rúðu-
málverkunum, þegar sólarljósið skín inn um þær, því hann einn stendur þar
innan dyra. Eigi að síður er þetta sjálff verkefni kvæða-lesarans, eða eins og
sagt er: hann lifir sig inn í kvæðið, til þess að geta gert orð skáldsins að sínum
orðum. En til þess þarf að jafnaði drjúga og vandvirka æfingu. Þeir sem stigið
hafa á leiksvið vita, að eigin sögn, hvers virði hún er, að þá fyrst byrja hinar
eiginlegu æfingar þegar bókinni sleppir og hlutverkið er fast í minni. Þá fýrst
hefst sú íhugun sem einhvers má af vænta að lokum.
Þess vegna mun nú að endingu ráðlegt að víkja að kvæða-lesaranum einni
viðvörun: Gerðu þér ekki vonir um að flytja kvæði vel, nema þú kunnir það,
hafir helzt kunnað það lengi, og off um það hugsað, leitazt við að skilja milli
forms og efnis, að svo miklu leyti sem það tvennt verður kallað sitt hvað, og
grandskoðað hvort um sig, en þó leyff því að gróa að nýju saman í eina órofa
heild, þar sem ekkert skraut er lengur skraut, heldur áskapaður fagur eigin-
leiki, og síðan litið á og sagt: Það er harla gott.
TMM 1995:4
17