Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 25
son skáldsins, sem elding laust til bana — „af því hefðir þú ei verið sleginn“ (177) — og því er óhugsandi að allt lúti forsjá kærleiksríks föður. Höfnun Stephans á syndafalls- og endurlausnarkenningu kristninnar leiðir hann hins vegar ekki á vit svokallaðra einveldiskenninga, að Austur- landahætti, eins og svo marga andans menn íslenska fyrr og síðar. Þó að Stephani þyki fráleitt að persónulegur guð láti böl heimsins viðgangast þá virðist honum enn ffáleitara að ekkert raunverulegt böl sé til heldur aðeins misþungar prófraunir í andlegum þroskaskóla: að guð sé sjálfur í syndinni, eins og Einar H. Kvaran hélt síðar fram í hinni frægu ritdeilu sinni við Sigurð Nordal.10 Kvæðið „Skuggsýni" er nánast samið eins og samfelld, máttug rökfærsla til höfuðs slíkri einveldiskenningu, kenningu sem gengur út á það að „dreyma myrkrin burt“: En hver er heill að hugsa ið dimma bjart? Það hamlar kveiking ljóssins, sem menn þyrftu. Mér virðist sælla að vita myrkrið svart, það vekur hjá mér löngun eftir birtu (308). Þeir sem afneita þannig algyðishugmyndum og einveldi hins góða eiga meðal annars þann möguleika að tefla fram í staðinn trúarlegri tvíveldiskenningu, um að í heiminum takist á góðir guðir og illir. En slíkan pól tekur Stephan ekki í hæðina. Tvíveldiskenning hans er þvert á móti guðlaus; grundvöllur hennar er sjálf vantrúin á að til séu nokkur æðri öfl en þau sem búa í manninum sjálfum. Við ljós slíkrar vantrúar verður hver „skíma“ góðlyndis og drengskapar „skærri“ í huga skáldsins en „skuggarnir“ um leið „ljótari, grettari, stærri“ (307). Hið illa í veröldinni skýrist í fyrsta lagi af því að náttúran sjálf er duttlungafull og hverjum manni torvelt að smíða skjöld sem ver hann fullkomlega fýrir skeytum ógæfunnar. I öðru lagi er illskan manna- verk; hún er kostur sem við getum valið, ekkert síður en hið góða, og það er einvörðungu undir okkur sjálfum komið á hvora sveifma við leggjumst. Hin „skæra skíma“ sem Stephan talar um í kvæðinu „Vantrúin“ er upp- ljómun hans yfir lausn sinni á bölsvandanum og ekki síður þeirri jarðbind- ingu siðferðisins er henni fylgir: Maðurinn er ekki „storknaður engill“ sem þarf að „varpa af sér mannshamnum“ (309) og hverfa affur á vit glataðs sakleysis, horfinnar Paradísar. Hann er hluti af náttúrunni. „Gróm“ hennar er jafnframt gróm hans. En svo glittir þar líka í „gimsteinabrotin“ (308) og maðurinn hefur frjálsan vilja til að ákveða hvort grómið eða gimsteinarnir verða leiðarmerki hans í lífinu. Mörg kvæða Stephans, ekki síst „Sigurður Trölli“, eru lofsöngur um þá sem á endanum völdu gimsteinana, hversu margföld eymd sem annars mæddi þá. TMM 1995:4 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.