Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 26
Þannig skilur Stephan og metur Jesú Krist að lokum, sem samherja sinn í baráttunni við hið illa, en umfram allt sem hinn fremsta meðal jafningja: „Hvert líf er jafnt að eðli og ætt, / sem eitthvað hefur veröld bætt“ (317). Slíkum augum lítur hann guðinn og ætlast til að guðinn líti hann: sem dauðlegan varðstöðumann grósku og gæða mannlífsins (322). En þótt báðir falli í valinn á endanum hefur vonskan ekki sigrað. Hún „aldrei á því góða hrín / um eilífð, hvað sem líf og dauði boða“ (177). Hið illa vinnur aldrei fullnaðarsigur því það verða alltaf nýir fullhugar, nýir Tröllar, til að taka upp merkið og hlúa að hinu góða. Þetta heilnæma siðferðisviðhorf Stephans G. Stephanssonar leiðir af sér ýmis önnur, til dæmis réttlætingu þess að grípa til vopna ef „fjörlausn“ drengskaparmannsins er sú ein að „sækja, berjast“ (7). Slíkt gerði Illugi í Drangey og hjá okkur, eins og honum, geta þær aðstæður skapast að barátt- an, dauðinn, verði „leiðin að ljósinu, sanninum“ en lífið „blettur á hetjunni, manninum“ (42). Stephan hefði því ekki getað tekið undir hin fleygu orð Cícerós að ranglátasti friður sé skárri en hið réttlátasta stríð. En hvers vegna amaðist hann þá svo mjög við þátttöku landa sinna, íslenskra Kanadamanna, í fýrri heimsstyrjöldinni sem frægt er, sér til (að minnsta kosti tímabundinn- ar) ófremdar meðal þeirra? Sigurður Nordal hugleiðir þá spurningu af miklu mannviti og ályktar á endanum að Stephan hafi ekki sést fyrir í eldmóði sínum: andstöðunni við þá „hagsmunastefnu stórgróðamanna“ sem í raun bjó að baki málstað beggja stríðsaðila. Honum hafi þannig yfirsést að þeir „synir Fjallkonunnar“ sem í stríðið fóru „áttu um tvo illa kosti að velja og tóku þann skárri" (L-LI). Siðlegt mat Nordals á afstöðu Stephans kann að vera umdeilanlegt en það er enginn vafi á að greiningin á röklegum forsend- um hennar er rétt: Stephan gat ekki verið á móti stríði sem slíku, ef tilgang- urinn helgaði meðalið, hann gat aðeins verið á móti þessu tiltekna stríði af því að það náði ekki máli, að hans dómi, hvorki sem eðlilegur varnarleikur hins góða né réttlát hefndaraðgerð. Önnur og náskyld afleiðing tvíveldiskenningar Stephans er sú að fordæma ekki fyrirfram ýmsar þær kenndir og hvatir sem alla jafna eru litnar hornauga í mannlífinu. Það er ekki reiðinni að kenna þótt hún blossi oft upp af litlu efni, né afbrýðiseminni þótt hún öfundist off yfir því sem aðrir áttu betur skilið að fá en við sjálf. Það er okkar sök, „fávísinnar vorrar, / ekki að kunna illgresið að nýta“ (197). Stephan hugsar hér mjög á svipuðum brautum og Aristóteles rúmum tveim árþúsundum fyrr, þótt ekki verði fullyrt að þaðan sé um bein áhrif að ræða. Hinar „neikvæðu" geðshræringar eru nauðsynleg- ar upp að vissu marki, svo ffemi að þeim sé fengin rétt stefna og að ekki hlaupi í þær ofvöxtur, ef við ætlum að halda velli í hörðum heimi. Aðeins mannleysan reiðist aldrei þó að gert sé á hluta hennar.11 Stephani er myrkrið 24 TMM 1995:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.