Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 29
hærri ró“ (172), manns sem les sig stöðugt fram í átt til aukins alhliða þroska — verður um „frelsi og sannleik ávallt sýnni“ og safnar „árum góðvitrari og yngri“ (191) — og manns sem uppsker verkalaun sín í mynd fölskvalausrar lífsgleði. Það er rétt hjá Viðari Hreinssyni að Stephan sé skáld umhirðu og umhyggju;15 hann vill að við sýnum þroska annarra alúð, sem okkar eigin, og réttum smælingjum lið. En hann er líka skáld réttlætisins sem ekki lætur traðka á sér fremur en hann vill traðka á öðrum. Gæfa hans var sú að verða í lífi sínu og ljóðum holdtekja eigin hugsjónar: að standa í minningunni, ekki síður en íjallið Einbúi, „sem hreystinnar heilaga mynd / og hreinskilnin, klöppuð úr bergi“ (21). V. Rótarkeimur Sigurður Nordal ber Guðmund Friðjónsson fyrir því að „harla mætur og ritfær menntamaður" hafi lýst Stephani svo að hann væri „geðillur heim- spekingur, en lítið skáld“ (XXX). Geðillskunni er erfitt að finna stað í ljóðum Stephans en heimspekingur var hann vissulega, eins og ég hef rakið hér að framan. Höfuðkostir hans sem hugsuðar eru tveir: Sameinisgáfa og hnitmið- un.u Stephan var sem kunnugt er fjöllesinn, jafnt í ritum grískra og Gyðinga (318) sem ýmissa 19. aldar hugsuða, og hann hefur einstakt lag á að draga saman það besta úr kenningum þeirra í kveðskap sínum, láta það mynda nýja samkvæma heild. I öðru lagi hefur hann þá kennara- og skáldagáfu að hnitmiða hugsun sína í fá, minnisstæð orð. Boðskapur Stephans er því eftirminnilegri og beittari sem hann er hnitmiðaðri, grópmálli. Það væri hins vegar ekki í neins þágu, og allra síst Stephans sjálfs, að reyna að halda því fram að heimspeki hans sé sérlega nýstárleg eða frumleg. Alla höfuðþætti hennar má finna í einhverri mynd hjá þekktum hugsuðum heimspekisög- unnar; og þessir þættir mynduðu síðar uppistöðuna í því sem ég hef kallað hina íslensku „skóla-speki“ á 20. öld: þeirri hugmyndafræði sem var ríkjandi hjá ýmsum helstu lærdómsfrömuðum þjóðarinnar áður en gjörningahríð „nýskólastefnunnar" reið yfir fyrir um aldarfjórðungi.17 Það er /va/hugsun- arinnar fremur en uppistaða sem ljær Stephani sérstöðu — og skyldi víst engan undra um skáld, skáld sem er að auki svo gott að því kann að vera gert rangt til með þeim fleygu orðum Nordals að þótt Stephan sé ekki mesta skáldið meðal íslenskra manna þá sé hann mesti maðurinn meðal íslenskra skálda (LXV). Ábyrgðar- og þroskakenning Stephans, sem og sældarhyggja hans, sverja sig mjög í ætt við nytjastefnu Mills, að ég tali nú ekki um beina skírskotun hans til reynslu góðra manna og gáfaðra sem þekkingarlindar.18 Ljóst er að TMM 1995:4 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.