Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 36
útgáfur sé fjallað, nema ef vera skyldi í vandlætingartón. Líkt og í hefðbundn- um þýðingarannsóknum er jafnan lagt mat á endurritanir með hliðsjón af viðkomandi frumtexta; því meiri sem frávikin eru, þeim mun harðari dóm fær verkið. Á síðustu áratugum má þó greina mikilsverða breytingu á þessu sviði. Vaxandi hópur fræðimanna beggja vegna Atlantshafsins telur vænlegra að greina þýðingar og aðrar endurritanir með hliðsjón af menningarheimi þýðandans. Frá þeim sjónarhóli eru frávik frá frumtexta ekki tilefni einhliða fordæmingar heldur vísbendingar um þær pólitísku og fagurfræðilegu for- sendur sem ríkjandi eru í viðkomandi samfélagi.2 Þessi breyttu viðhorf til þýðinga hafa með öðrum orðum skerpt vitund manna fyrir því hvernig einstakar þýðingar tengjast ýmsum öðrum textum sem þýðanda eru kunnir (samtímabókmenntum, þjóðfélagsumræðu, o. s. frv.). Slíkar vangaveltur hafa verið fýrirferðarmiklar um nokkurt skeið í umfjöllun um samband og samræður frumsaminna skáldverka, en líkt og Ástráður Eysteinsson rakti í grein hér í tímaritinu árið 1993 hefur hugtakið textatengsl verið notað til að gera grein fyrir slíkum samræðum.3 Höfundur hugtaksins er búlgarsk-franski fræðimaðurinn Julia Kristeva en samkvæmt hennar skilningi á öll textasköpun sér stað á krossgötum tungumálsins og þess rýmis þar sem merkingin er borin fram. Kristeva segir í þessu samhengi: „sérhver texti er byggður upp sem mósaík tilvitnana, þ.e. sérhver texti er upptaka og umbreyting annars texta“.4 Gildi textatengsla fýrir þýðingarumræðu er af fleiri en einum toga. í fyrsta lagi má beita hugtakinu við greiningu á þeim vanda sem við blasir þegar þýðandi hyggst varðveita merkingarþætti sem bundnir eru sköpunarstað og -stund frumtextans, ekki síst tengslum hans við ýmsa texta sem lesendum þýðingarinnar eru ókunnir. Vandinn virðist þeim mun meiri sem þýðingin stendur fjær frumtextanum í menningarsögulegu tilliti. Undir þessum kringumstæðum á þýðandinn um fjóra meginkosti að velja: Hann/hún getur (a) sleppt torskildum merkingarþáttum frumtextans, (b) fellt skýringar inn í meginmál þýðingarinnar, (c) látið neðanmálsgreinar fylgja textanum eða (d) reynt að gera grein fyrir glötuðum textatengslum í formála, inngangi og viðaukum. Þýðendur íslendingasagna hafa iðulega lagt mesta áherslu á síðast nefnda kostinn. Fjölmargar þýðingar sagnanna hefjast á greinargerð þar sem fjallað er um uppbyggingu íslensks samfélags á þjóðveldisöld, efni Landnámu og lögbóka, heiðinn átrúnað, norræna goðafræði, sem og tengsl þýddu sögunn- ar við aðrar íslendingasögur. Oftar en ekki eru ennfremur birt með þýðing- unni kort af í slandi og viðkomandi söguslóðum, enda er þekking á sögusviði sagnanna meðal þeirra „texta“ sem eru erlendum lesendum síst tiltækir.5 Áðurnefnd þýðing Dasents á Njáls sögu gengur óvenju langt í þessa átt. 34 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.