Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 47
Ekki verður betur séð af þessum drögum en Gorkíj hafi ætlað sér að gera nokkra bragarbót á þeim garpskaparhugmyndum víkingatíma sem hann hefur lesið sér til um hér og þar. í níunda texta segir faðir við son: Höfðingi höfðingja sigrar og hetja vegur hetju þetta er lífsins kjarni, annan finnur þú eigi. Og lyngið á svartri gröf garpsins segir niðjum hans frá orðstír hans ... í fjórða og fimmta texta er þetta þema rakið nokkuð ítarlegar. Faðir og sonur (Volf eða Úlfar og ívar) ræða saman, tilefnið er að Eymundur, bróðir Ingigerðar, er tregur til að leggja upp í víking og vill snúa heim sem fyrst, því hann hefur fest ást á Brönu. Úlfar lætur sér fátt um finnast, hann heldur fram hefðbundnu hugmyndagóssi víkinga — dýrkun hreystiverka sem frægðar- ljómi stafar af og frelsar garpinn undan dauflegri vist í Niflheimi eftir dauðann: Sá sem tekur konu ffam yfir frægð mun fá afrek vinna. ívar andmælir og minnir á að sögur segi einatt frá afrekum sem menn vinna í nafni ástar. Úlfar segir slíkt ekki að finna í sögum (,,sagi“) heldur í kvenna- hjali. Ástin, segir hann, er sem elding, hún blossar upp og drepur jafnskjótt „en frægðin yljar sálunni allt til dauða og lifir meðal manna effir dauðann“. fvar reynir að malda í móinn „Hjartað segir einatt annað“ (fjórði texti) eða: „En hjartað segir oft að lífið sé manni ekki gefið aðeins til...“ — lengra er honum ekki leyft að komast. Það er, með öðrum orðum, fitjað upp á andstæðunni: garpskapur/ást, þó með þeim fyrirvara að afrek falla ekki úr gildi, sonurinn ívar vill einungis að þau séu ekki framin vegna frægðar einnar saman heldur einhvers sem göfugra er. Konur leiksins hafa og sitt af hverju um þessa hluti að segja. Brana hafnar garpskap því hún sættir sig ekki við að það sé hlutskipti konunnar „að fæða (sveina) og senda þá í dauðann". f ræðum konunnar hefndarfúsu, sem áður var á minnst, er ástin ekki sú göfuga hvatning til dáða sem ívar vill helst að hún sé, ástin verður að lúta enn æðri kröfu en sjálfri sér. Þessi kona kveðst standa með „sverð réttlætis" í hendi og hneigir sig fyrir þeim heimi sem „skapar ástina“ en bætir svo við (tólfti texti): Far vel. Einnig ég ann heiminum á minn hátt Einnig ég vil öllum vel. Og ást mína myrti ég öðrum til gæfu. TMM 1995:4 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.