Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 47
Ekki verður betur séð af þessum drögum en Gorkíj hafi ætlað sér að gera
nokkra bragarbót á þeim garpskaparhugmyndum víkingatíma sem hann
hefur lesið sér til um hér og þar. í níunda texta segir faðir við son:
Höfðingi höfðingja sigrar og hetja vegur hetju
þetta er lífsins kjarni, annan finnur þú eigi.
Og lyngið á svartri gröf garpsins
segir niðjum hans frá orðstír hans ...
í fjórða og fimmta texta er þetta þema rakið nokkuð ítarlegar. Faðir og sonur
(Volf eða Úlfar og ívar) ræða saman, tilefnið er að Eymundur, bróðir
Ingigerðar, er tregur til að leggja upp í víking og vill snúa heim sem fyrst, því
hann hefur fest ást á Brönu. Úlfar lætur sér fátt um finnast, hann heldur fram
hefðbundnu hugmyndagóssi víkinga — dýrkun hreystiverka sem frægðar-
ljómi stafar af og frelsar garpinn undan dauflegri vist í Niflheimi eftir
dauðann:
Sá sem tekur konu ffam yfir frægð
mun fá afrek vinna.
ívar andmælir og minnir á að sögur segi einatt frá afrekum sem menn vinna
í nafni ástar. Úlfar segir slíkt ekki að finna í sögum (,,sagi“) heldur í kvenna-
hjali. Ástin, segir hann, er sem elding, hún blossar upp og drepur jafnskjótt
„en frægðin yljar sálunni allt til dauða og lifir meðal manna effir dauðann“.
fvar reynir að malda í móinn „Hjartað segir einatt annað“ (fjórði texti) eða:
„En hjartað segir oft að lífið sé manni ekki gefið aðeins til...“ — lengra er
honum ekki leyft að komast. Það er, með öðrum orðum, fitjað upp á
andstæðunni: garpskapur/ást, þó með þeim fyrirvara að afrek falla ekki úr
gildi, sonurinn ívar vill einungis að þau séu ekki framin vegna frægðar einnar
saman heldur einhvers sem göfugra er.
Konur leiksins hafa og sitt af hverju um þessa hluti að segja. Brana hafnar
garpskap því hún sættir sig ekki við að það sé hlutskipti konunnar „að fæða
(sveina) og senda þá í dauðann". f ræðum konunnar hefndarfúsu, sem áður
var á minnst, er ástin ekki sú göfuga hvatning til dáða sem ívar vill helst að
hún sé, ástin verður að lúta enn æðri kröfu en sjálfri sér. Þessi kona kveðst
standa með „sverð réttlætis" í hendi og hneigir sig fyrir þeim heimi sem
„skapar ástina“ en bætir svo við (tólfti texti):
Far vel. Einnig ég ann heiminum á minn hátt
Einnig ég vil öllum vel. Og ást mína
myrti ég öðrum til gæfu.
TMM 1995:4
45