Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 67
keikur á ævikvöldi. Gæfa hans hafði snúist nóttina forðum, þegar hann aðstoðaði Rómverjana og æðstuprestana við að koma höndum á þennan æsingarmann. Sá hafði verið útsmoginn og gætt þess að hafast ekkert að, sem stríddi gegn lögum Rómverja og lögmáli feðr- anna, en þó hafði hann valdið svo mikilli ókyrrð meðal borgara Híerósalem að nauðsyn var að stöðva hann. Ekki gat neinn sakast út í Judah ben-Ishcariot, hann hafði einfaldlega unnið það þjóðþrifaverk að koma óðum manni í hendur réttvísra. Hvílíkt dramb í einum manni. Josua ben-Yoseph, smiður frá Nazareth, þykist hinn smurði! Svo mikið var víst að aðrir fyrir hans dag og aðrir eftir hans dag höfðu gert sama tilkall og allir voru þeir óðir og allir voru þeir falsspámenn. Til allrar hamingju gleymdust slíkir menn fljótlega í sögunni. En hann sjálfur, Judah ben-Ishcariot, hafði fengið ríkulega launað fyrir aðstoðina. Rómverjar höfðu greitt honum ríflega fímmtíu gull- denara og æðstu prestarnir höfðu sagt honum að hirða sjóðinn, sem hann geymdi fyrir hina lærissveinana. En hann, Judah ben-Ishcariot, var heiðvirður og rændi ekki félaga sína. Næstu daga leitaði hann þeirra ákaft á strætum Híerósalem, og þó einkum á kránum, því að þar höfðust þeir aðallega við. Hvarvetna sem hann heyrði hljómmikla bassarödd leit hann við í þeirri von að sjá Pétur, hvar sem hann sá sítt gullið hár áleit hann að Jóhannes væri á ferð. En þeir voru allir horfnir, ellefu að tölu, hlaupnir í felur, engu líkara en að jörðin hefði gleypt þá. Um síðir gat hann því ekki annað gert en að taka bannsettan sjóðinn með sér, er hann fluttist til Alexandríu. Já, lífið hafði leikið við hann og hann væri fyrir löngu búinn að gleyma þessum atburðum fortíðarinnar, ef ekki hefðu verið bókroll- urnar, sem hann komst í kynni við fyrir skömmu. Fyrir um tveimur árum — sama ár og Dómitíanus tók við völdum — hafði hann heyrt sögusagnir um að rit væru í umferð í Karþagóborg. Þessi rit voru á grísku og fjölluðu um ævi Iesous Naggar, sem var grísk útlagning arameíska nafnsins Josua. í forvitni sinni hafði hann gert út sendiboða til Karþagó til að kaupa eftirrit og núna fyrir nokkrum mánuðum fékk hann þessi rit í hendur. Er hann las þau setti að honum óstöðvandi hlátur og hann varð oftsinnis að hætta lestrinum vegna magaverks. í ritunum var öllu snúið við, Josua gerður að hetju og sagður hinn smurði, Rómverjar leystir undan allri sekt (því hver þorði að sakfella Rómverja nú á dögum?) og hann sjálfur, Judah ben-Ishcariot, gerður TMM 1995:4 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.