Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 69
s 5|0ea BjS'lNIAI 1UBU1U9SZ06 IAI Michel Tournier Adams ætt í upphafi var á jörðu hvorki gras né tré. Feiknastór auðn af ryki, sandi og grjóti teygðist í allar áttir. Jehóva mótaði úr sandinum styttu fyrsta mannsins. Svo blés hann lífsanda í nasir hennar. Og styttan bærði á sér og reis upp. Hverju líktist fyrsti maðurinn? Hann líktist Jehóva sem hafði skap- að hann eftir sinni mynd. En Jehóva er hvorki karl né kona. Hann er hvort tveggja. Fyrsti maðurinn var því líka kona. Hann hafði konubrjóst. Og niður af kviði hans hékk strákstyppi. Og milli læranna voru stelpusköp. Þetta var jafnvel nokkuð hentugt: á göngu kom hann typpinu fyrir í sköpunum, líkt og þegar hnífur er slíðraður. Því hafði Adam ekki þörf fyrir aðra manneskju til að eignast börn. Hann gat átt þau með sjálfum sér. Jehóva hefði orðið yfir sig ánægður með son sinn Adam, hefði Adam sjálfur eignast son, og þannig koll af kolli. Til allrar óhamingju var Adam ósammála. Hann var ósammála Jehóva sem vildi eignast barnabörn. Hann var ósammála sjálfum sér. Því hann vildi líka gjarnan flat- maga, frjóvga sig sjálfur og eignast börn. En landið umhverfis hann var auðnin ein. Og hún er ekki til þess fallin að setjast niður, enn síður flatmaga. Eyðimörk er bardagavöllur, leikvangur, malarvöllur til að hlaupa um. En hvernig er hægt að berjast, leika og hlaupa með barn í maganum, með barn í fanginu, hvernig á svo að gefa þeim brjóst og elda graut? Adam sagði við Jehóva: „Jörðin sem þú hefur látið mig á hentar ekki til fjölskyldulífs. Þetta er land fyrir langhlaupara.“ Þá ákvað Jehóva að skapa stað þar sem Adam myndi vilja setjast að. Og það varð hin jarðneska Paradís, eða Eden. TMM 1995:4 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.