Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 71
„Þetta er helmingurinn af þér.“ svaraði Jehóva. „Mikið er ég fallegur!“ hrópaði Adam upp yfir sig. „Mikið er hún falleg.“ leiðrétti Jehóva. „Héðan í frá verður þú að fmna Evu í hvert skipti sem þig langar að elskast. Þegar þig langar að hlaupa, leyfir þú henni að vera eftir og hvílast.“ Svo dró hann sig háttvíslega í hlé. Það verður nefnilega að vita hvernig alltsaman byrjaði til þess að skilja framhaldið. Eins og við vitum rak Jehóva Adam og Evu burt úr Paradís. Þannig hófst löng ganga þeirra um eyðimörkina sem enn var grýtt og sendin eins og í árdaga. Eðlilega þýddi fallið úr Paradís ekki það sama fyrir Adam og Evu. Adam kannaðist við sig á þessum slóðum. Hann var fæddur í þessari eyðimörk. Af þessum sandi var hann mótaður. Þar að auki hafði Jehóva losað hann við öll kvenleg einkenni og hann hreyfði sig lipur sem antílópa, óþreytandi líkt og kameldýr með beinharða fætur. En Eva! Aumingja móðir Eva! Hún sem var mótuð af rakri og frjórri Paradísarmold og þótti ekkert betra en að móka ánægð í skugga pálmatrjánna, hvað hún var sorgmædd! Ljós húð hennar brann í miskunnarlausri sólinni, mjúkir fætur hennar fleiðruðust af eggja- grjótinu, stynjandi dróst hún á eftir hinum léttfætta Adam. Hún hugsaði án afláts um fæðingarstað sinn, Paradís, en gat ekki einu sinni minnst á það við Adam, sem virtist alveg hafa gleymt honum. Þau eignuðust tvo syni. Sá eldri, Kain, var lifandi eftirmynd móður sinnar: ljóshærður, bústinn, rólegur og værukær. Hvort sem hann vakti eða svaf hvíslaði Eva í sífellu fallegri sögu í eyra honum. Og í þeirri sögu gréru blómum prýddir bingir af skóg- arsóleyjum við rætur magnolíutrjánna, kólibrífuglar þyrptust um brúska af gullregni, hópar öskugrárra trana svifu yfir efstu greinum hins svarta sedrusviðar. Segja má að Kain hafi drukkið söknuðinn eftir hinni jaðnesku Paradís með móðurmjólkinni. Þessar minningar sem hvíslað var að honum urðu efniviður skýjaborga í höfði barnsins sem þekkti ekkert annað en skrælnaðar sléttur og líflausar, einsleitar sandöldur. Þar að TMM 1995:4 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.