Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 72
auki sýndi hann fljótt hæfileika til akuryrkju, garðræktar og jafnvel byggingarlistar. Fyrsta leikfang hans var lítill páll, annað var nett garðskófla og það þriðja var sirkill sem hann þreyttist seint á að beita við gerð uppdrátta þar sem hæfileikar skrúðgarðameistarans og borgarsmiðsins unga fengu að blómstra. Yngri bróðir hans, Abel, var gerólíkur. Sá var lifandi eftirmynd hlauparans föður síns. Hann var aldrei kyrr. Hann dreymdi aðeins um að halda af stað, um göngur og langferðir. Öll þolinmæðis- og kyrrsetuvinna var honum ógeðfelld. Aftur á móti þótti honum fátt jafn skemmtilegt og að sparka sundur leirþynn- um og sandköstulum hins þolinmóða og vinnusama Kains. En eldri systkin verða að sýna hinum yngri nokkra undanlátssemi, og Kain, eðlilega hvekktur, þurrkaði reiðitárin og endurbyggði óbug- aður eftir að bróðir hans stormaði hjá. Þeir urðu fullorðnir. Abel varð hjarðmaður og skeiðaði á eftir hjörð sinni yfir sléttur, eyðimerkur og íjöll. Hann var magur, kaldhæðinn og lyktin af honum minnti helst á geithafrana hans. Hann var stoltur af því að börn hans höfðu aldrei smakkað græn- meti og kunnu hvorki að lesa né skrifa, þar sem enginn skóli var fyrir hjarðfólkið. Aftur á móti lágu ræktarlegir akrar og garðar umhverfis fögur húsin þar sem Kain bjó með fjölskyldu sinni. Hann gaf heimilinu allan sinn kærleik og hafði nánar gætur á öllu. En Kain fann ekki náð fýrir augliti Jehóva. Hann hafði rekið Adam og Evu úr Paradís og sett kerúbína með logandi sverð við garðshliðin. Og sjá hvernig sonarsonurinn, innblásinn af endurminningum móður sinnar, endurheimti með vinnu og hyggindum það sem Adam hafði glutrað niður! Jehóva þótti votta fýrir ósvífni og uppreisnarhug í þessum Eden II sem Kain hafði látið spretta úr óffjórri jörð eyðimerkurinnar. Aftur á móti var Jehóva ánægður með Abel sem skeiðaði þindarlaust á eftir hjörð sinni yfir grjótbreiður og sanda. Þar að auki hafnaði Jehóva gjöfum Kains í hvert sinn sem hann færði Jehóva blóm og ávexti úr görðum sínum að fórn. Hann leit aftur á móti með velþóknun til geita og lamba sem Abel fórnaði honum. 70 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.