Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 76
Þorvarður Árnason Augans snarpa hugsun Hugleiðing um kvikuna í lifandi myndum I Rétt í það mund sem orð þessi rata á blað er „öld kvikmyndarinnar" á enda. Kvikmyndin, sem löngum hefur verið nefnd listform tuttugustu aldarinnar, verður hundrað ára gömul í lok þessa árs, nánar tiltekið á tuttugasta og áttunda degi desembermánaðar. Þá verður þess jafnffamt skammt að bíða að ný öld, og nýtt árþúsund, renni í hlað. Verður tuttugasta og fyrsta öldin ef til vill fremur öld sýndarveruleikans eða öld hins gagnvirka sjónvarps? Er kvikmyndin að renna skeið sitt á enda? Spái nú hver í spil sín eða bolla en vissulega eru ýmis teikn á lofti um að framtíð kvikmyndarinnar í æ „raf- magnaðri“ heimi — heimi margmiðlunar, stafrænna myndbanda og sýnd- arveruleika — sé alls ekki sjálfgefin. Þannig er hreint ekki óhugsandi að kvikmyndin eins og við þekkjum hana nái lítið meir en tíræðisaldri. Þótt hér sé ekki ætlunin að spá fyrir um endalok kvikmyndarinnar þá tel ég hollt að hafa í huga að tilvera hennar á nýju árþúsundi er engan veginn tryggð. Þegar merkisafmæli fara í hönd freistast maður ósjálfrátt til að setja sig í ögn „hátíðlegar“ stellingar gagnvart afmælisbarninu, horfa á það með „sparisvipnum“ og velta vöngum yfir fortíð þess og sögu. Jafnframt reynir maður óhjákvæmilega að ímynda sér í hvaða formi þróun þess, eða þroski, gæti helst birst næstu árin. Á hugann leitar þá fyrst „spurning spurning- anna“: Hvað gerir kvikmyndina merkilega? Sem fyrirbæri, listgrein, iðnvarn- ing, eða hvernig sem fólk vill helst skilgreina hana. Spurningin er vitaskuld stór og flókin en hún felur í sér margar smærri sem ef til vill eru aðeins viðráðanlegri: I hverju er eðli kvikmyndarinnar fólgið? Hver eru sérkenni hennar, hvað greinir hana frá öðrum listum? Hvort er hún fremur sjónlist eða frásagnarlist? Hvernig er tengslum hennar við raunveruleikann, „lífið“, helst háttað? Hvað merkir hugtakið „lifandi myndir“, er það kannski mark- leysa? Eru kvikmyndir ef til vill alls ekkert merkilegar? Þeir sem hafa illan bifur á hvers kyns „eðlis-“ eða „formhyggju“ ættu trúlega ekki að lesa lengra því greinargerðin sem hér fer á eftir verður óhjákvæmilega mjög í þeim anda. Hvað sem segja má um gildi og gagnsemi 74 TMM 1995:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.