Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 79
Fyrsta sinni í Reykjavík/ágætar sýningar með/The Royal Biokosmograph/Edisons lifandi ljósmyndir [...] Þetta eru stór- kostlegustu, fegurstu og fróðlegustu lifandi myndirnar, sem nokkru sinni hafa verið búnar til handa Kinematografnum (líf- myndavélinni) og hefir alstaðar verið tekið með miklum fögnuði.4 Samhvæmt ofangreindu hafa „Edisons lifandi ljósmyndir“ myndaðar með „lífmyndavél“ (sic) Lumiére-bræðra, þarna verið sýndar með einhvers konar viðhafnarútgáfu af sýningarvél Dicksons. Ekki veit ég heldur hvar þeir félagar Fernander og Hallseth grófu upp þetta kostulega tæki „The Royal Biokosmograph“ því vélina hef ég hvergi rekist á í bókum, en áhorfendur hafa þó sjálfsagt skemmt sér enn betur á sýningunni, vitandi það að mynd- irnar „fegurstu og fróðlegustu“ kæmu frá svo virðulegu og víðsýnu tæki. III Meðal kvikmyndafræðinga hefur skapast nokkur hefð fyrir því að líta á þá Lumiére-bræður og Georges Méliés sem fulltrúa fýrir tvo andstœða póla innan kvikmyndalistarinnar: raunsæið og fantasíuna. Samkvæmt hefð þess- ari má rekja „faðerni" bæði heimildamynda og sögumynda5 til Lumiére-bræðra en hinar svokölluðu „tilraunakvikmyndir“ eru einkum taldar afsprengi Méliés. Hreyfimyndir6 eða „teiknimyndir“, eins og þær eru hérlendis oftast nefndar, geta fallið í hvorn flokkinn sem er. í framsetningu slíks andstæðupars felst að sjálfsögðu mikil ofureinföldun, því báðir þættirnir, raunsæið og fantasían, eru yfirleitt að verki í einni og sömu mynd, þótt í mismiklum mæli kunni að vera hverju sinni. Helsta undantekningin frá þessu eru þær myndir sem hafa það að markmiði að útiloka annan hvorn þáttinn með öllu (abstrakt tilraunamyndir eru einna skýrasta dæmið). En jafnvel í slíkum tilfellum má spyrja hvort sá þátturinn sem fjarlægður var „tali“ ekki greinilega — einmitt með fjarveru sinni? „Þögn“ þess þáttar sem vantar hlýtur að teljast sterk vísbending um þann hugmyndaheim sem kvikmyndagerðarmaðurinn leggur verki sínu til grundvallar. í skírnismálum sínum „Kvartett um kvikmyndir“ frá 1994 skrifar Þorgeir Þorgeirson meðal annars: Okkur gamla fólkinu var kennt að andstæðurnar sem mótuðu upphaf kvikmyndasögunnar í Evrópu hafi kristallast í þeim Lumiére, sem höfðu veruleikann til sölu og Meliés [sic], sem lagði sig eftir fantasíunni. Síðan fóru þessir andstæðu þættir, trúverðug- leikinn og hugarflugið, að takast á og tvinnast saman í framvindu greinarinnar.7 TMM 1995:4 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.